Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri sat fundinn undir fundarlið 7
1.Undirbúningur á byggingarlandi í Skógargerðismel
Málsnúmer 202302040Vakta málsnúmer
Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá Verkís í jarðrannsókn á Skógargerðismel.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.
2.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels
Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer
Fyrir liggur frumtillaga að breytingu aðalskipulags vegna stækkunar iðnaðarsvæðis Í3 í Öxarfirði vestur yfir Brunná og inn á Austursand í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið er stækkað m.a. til að ná yfir fyrirliggjandi mannvirki til sjótöku í fjörunni í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið stækkar úr því að vera 5,6 ha utan um núverandi fiskeldisstöð í Núpsmýri yfir í 70,2 ha. Heimild verði fyrir allt að 3.000 tonna framleiðslumagni fiskeldis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings. Samhliða verði kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisins.
3.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri
Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer
Fyrir liggur frumtillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri vegna stækkunar iðnaðarsvæðis Í3 í Öxarfirði vestur yfir Brunná og inn á Austursand í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið er stækkað m.a. til að ná yfir fyrirliggjandi mannvirki til sjótöku í fjörunni í landi Akursels. Skilgreindir eru byggingarreitir umhverfis sjótökuhús og annar sem ætlaður er undir fiskimykjutanka og aðra uppbyggingu. Þar fyrir utan er afmarkað svæði undir borholur til vatnstöku og skilgreind svæði fyrir lagnaleiðir. Iðnaðarsvæðið stækkar úr því að vera 5,6 ha utan um núverandi fiskeldisstöð í Núpsmýri yfir í 70,2 ha. Heimild verði fyrir allt að 3.000 tonna framleiðslumagni fiskeldis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings.
4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir Stóragarð 15
Málsnúmer 202311037Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samþykki til að innrétta tvær íbúðir á efri hæð Stóragarðs 15 skv. framlögðum teikningum sem unnar eru af Ragnari F Guðmundssyni arkitekt hjá Kollgátu. Áður var búið að samþykkja áform um tvær íbúðir á neðri hæð hússins á fundi ráðsins 20. júní s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráformin þegar fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
5.Snjóbræðsla á Húsavík
Málsnúmer 202310112Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur fundargerð starfsmanna Orkuveitu Húsavíkur og framkvæmdasviðs Norðurþings um rekstur og framtíð snjóbræðslu á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Benedikt Þór Jakobssyni og Jóni Friðriki Einarssyni starfsmönnum Orkuveitu Húsavíkur fyrir komuna á fundinn og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að gera samantekt á snjóbræðslukerfum Norðurþings.
6.Ósk um að fá að staðsetja geymslugám fyrir hjólafélagið 640MTB
Málsnúmer 202311025Vakta málsnúmer
Hjólafélagið 640MTB óskar stöðuleyfis fyrir 20 feta geymslugám við aðstöðu félagsins við Stalla. Fyrir liggur rissmynd af óskaðri staðsetningu gámsins, en félagið er opið fyrir öðrum hugmyndum. Félagið óskar þess jafnframt að fá leyfi til að setja niður gáminn til skamms tíma á gámasvæði Norðurþings við Haukamýri þar til hægt verður að koma honum fyrir á varanlegri stað.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar gáminn á óskuðum stað, enda verði hann málaður í litum sem falla að umhverfinu. Stöðuleyfi gildi í eitt ár frá vori 2024. Ráðið samþykkir einnig að gámurinn verði geymdur á geymslusvæði við Haukamýri til vors.
7.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer
Á 137. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að málinu verði vísað til úrvinnslu í byggðarráði, fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð á milli umræðna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja nú drög af viðaukum um fullnaðarheimildir við samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp.
Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að málinu verði vísað til úrvinnslu í byggðarráði, fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð á milli umræðna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja nú drög af viðaukum um fullnaðarheimildir við samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að viðaukarnir verði samþykktir með áorðnum breytingum.
8.Gjaldskrár framkvæmdasviðs 2024
Málsnúmer 202311034Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja eftirfarandi gjaldskrár:
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
Gjaldskrá fyrir tæmingu og eftirlit rotþróa
Gjaldskrá fyrir þjónustumiðstöðvar Norðurþings
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs
Gjaldskrá slökkviliðs Norðurþings
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
Gjaldskrá fyrir tæmingu og eftirlit rotþróa
Gjaldskrá fyrir þjónustumiðstöðvar Norðurþings
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs
Gjaldskrá slökkviliðs Norðurþings
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrárbreytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
9.Fjárhagsáætlun 2024 Umhverfis og Skipulagssvið
Málsnúmer 202311047Vakta málsnúmer
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja tillögur að rekstraráætlunum Skipulags- og umhverfissvið fyrir árið 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að framlagðar rekstraráæatlanir verði samþykktar.
Fundi slitið - kl. 15:30.