Fara í efni

Umhverfismat vegna efnistöku í Skógargerðismel

Málsnúmer 202302040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 148. fundur - 28.02.2023

Á fundinn kom Erla Bryndís Kristjánsdóttir Landslagsarkitekt frá Verkís til að fara yfir undirbúning á byggingarlandi í Skógargerðismel.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Erlu fyrir komuna á fundinn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 151. fundur - 28.03.2023

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun í gerð mats á efnistöku úr Skógargerðismel.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir áætlunina frá Verkís og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta skrá fornminjar á svæðinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 174. fundur - 14.11.2023

Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá Verkís í jarðrannsókn á Skógargerðismel.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 197. fundur - 24.09.2024

Niðurstöður jarðkönnunar- og efnisrannsóknar fyrir Skógargerðismel ásamt fornleifaskráningu kynntar.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir því að fá ráðgjafa frá Verkís á fund ráðsins við fyrsta tækifæri.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 198. fundur - 01.10.2024

Landslagsarkitekt á vegum verkfræðistofunnar Verkís fór yfir niðurstöður jarðefnakönnunar og efnisrannsóknir í Skógargerðismel vegna undirbúnings byggingarlands.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur fyrir kynninguna.
Ráðið felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og kynna málið fyrir ráðinu að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 202. fundur - 05.11.2024

Fyrir liggur mat Verkís á umfangi vinnu við tillögu að deiliskipulagi fyrir Skógargerðismel og fyrirspurnar vegna matsskyldu framkvæmdar við undirbúning byggingarlandsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa að undirbúa matsskyldufyrirspurn vegna efnistöku og hefja skipulagsvinnu vegna byggingarlands á Skógargerðismel.