Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1.
1.Aðstaða fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík
Málsnúmer 202409077Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur úttekt á vallarsvæði íþróttafélagsins Völsungs sem framkvæmd var 23.september sl. vegna þátttöku meistaraflokks karla í knattspyrnu í Lengjudeild sumarið 2025.
Á 200. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að það kanni möguleika á uppsetningu vökvunarkerfis samhliða endurnýjun gervigrass með tilliti til endingar grassins.
Ráðið vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og framkvæmdaráði.
Á 200. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að það kanni möguleika á uppsetningu vökvunarkerfis samhliða endurnýjun gervigrass með tilliti til endingar grassins.
Ráðið vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja undirbúning og leita tilboða við að skipta út gervigrasi og vökvunarkerfi ásamt nýrri stúku við efri völl.
2.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Fyrir liggur vinnslutillaga skipulagsráðgjafa hjá Eflu að endurskoðuðu aðalskipulagi Norðurþings 2025-2045. Framlögð gögn eru greinargerð aðalskipulags, umhverfismatsskýrsla og aðalskipulagsuppdrættir. Ennfremur fylgja greinargerðir vegna umfjöllunar um landbúnaðarland og vegi í náttúru Íslands auk uppdrátta þeim fylgjandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að hefja kynningu skipulagstillögunnar á vinnslustigi.
3.Ósk um breytingu á deiliskipulagi þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík
Málsnúmer 202312036Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga Arnhildar Pálmadóttur skipulagsráðgafa hjá S. AP arkitektum að breytingu deiliskipulags þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík. Breytingin felur í sér nýja aðkomu að lóð undir hótel. Ennfremur er lóð undir hótel og byggingarreitur stækkuð til suðurs og byggingarskilmálar lóðarinnar rýmkaðir. Nýtingarhlutfall lóðarinnar breytist þó ekki.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagsbreytingu sé í samræmi við umfjöllun ráðsins 19. desember 2023 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna breytingartillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
4.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Garðarsbraut 62
Málsnúmer 202410112Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna umsóknar Kristjáns Stefáns Halldórssonar til reksturs gististaðar í flokki II - C minna gistiheimili í innréttuðu rými á neðri hæð að Garðarsbraut 62 (F2224887).
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
5.Ungmennaráð 2024-2025
Málsnúmer 202408058Vakta málsnúmer
Á 199. fundi fjölskylduráðs 22.10.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar ungmennaráði fyrir góða fundargerð og tekur undir sjónarmið ungmennaráðs varðandi endurnýjun íþróttamannvirkja.
Liðum 4. og 5. er vísað til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Liðum 4. og 5. er vísað til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ungmennaráði fyrir erindið og margar góðar ábendingar.
Ráðið vinnur nú að framkvæmdaáætlun 2025 og þriggja ára áætlun þar sem fyrirhugaðar eru umtalsverðar umbætur á íþróttamannvirkjum í Norðurþingi ásamt því að endurbæta gönguleiðir og hjólastíga í sveitarfélaginu.
Ráðið vinnur nú að framkvæmdaáætlun 2025 og þriggja ára áætlun þar sem fyrirhugaðar eru umtalsverðar umbætur á íþróttamannvirkjum í Norðurþingi ásamt því að endurbæta gönguleiðir og hjólastíga í sveitarfélaginu.
6.Erindi frá nemendum í stjórnmálafræði við FSH
Málsnúmer 202410100Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja erindi frá nemendum í stjórnmálafræði við Framhaldsskólann á Húsavík. Erindin snúa að úrbótum á samkomuhúsinu á Húsavík, aðkomu að PCC vellinum á Húsavík og aðstöðu við Yltjörn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar nemendum í stjórnmálafræði við FSH fyrir erindin.
Hafin er vinna við að meta ástand Samkomuhússins í heild og hvaða framkvæmdir eru mest aðkallandi.
Framtíðarskipulag íþróttasvæðisins og aðkomuleiðir að svæðinu eru til skoðunar en ráðið bendir á aðkomu við Auðbrekku.
Ráðið vísar hugmynd að uppsetningu fataklefa við Yltjörn til gerðar framkvæmdaáætlunar 2025-2028.
Hafin er vinna við að meta ástand Samkomuhússins í heild og hvaða framkvæmdir eru mest aðkallandi.
Framtíðarskipulag íþróttasvæðisins og aðkomuleiðir að svæðinu eru til skoðunar en ráðið bendir á aðkomu við Auðbrekku.
Ráðið vísar hugmynd að uppsetningu fataklefa við Yltjörn til gerðar framkvæmdaáætlunar 2025-2028.
7.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028
Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer
Umræða um 3.ára framkvæmdaáætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð heldur áfram umræðu um framkvæmdaáætlun 2025 ásamt 3ja ára áætlun á næsta fundi.
8.Undirbúningur á byggingarlandi í Skógargerðismel
Málsnúmer 202302040Vakta málsnúmer
Fyrir liggur mat Verkís á umfangi vinnu við tillögu að deiliskipulagi fyrir Skógargerðismel og fyrirspurnar vegna matsskyldu framkvæmdar við undirbúning byggingarlandsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa að undirbúa matsskyldufyrirspurn vegna efnistöku og hefja skipulagsvinnu vegna byggingarlands á Skógargerðismel.
9.Miðgarður 4, viðhald og staða
Málsnúmer 202410087Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur vinnuskjal um stöðuna á fasteigninni Miðgarði 4.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fjarlægja viðbyggingu 040101 samkvæmt vinnuskjali sem lá fyrir fundinum frá sviðsstjóra.
Fundi slitið - kl. 14:15.