Fara í efni

Erindi frá nemendum í stjórnmálafræði við FSH

Málsnúmer 202410100

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 200. fundur - 05.11.2024

Erindi frá nemendum í stjórnmálafræði við FSH.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindin. Sveitarfélagið hefur uppi áform um byggingu á húsnæði fyrir frístunda- og félagsstarf barna og ungmenna þar sem aldurshópurinn 16-25 ára getur fengið afnot af húsnæðinu.
Búið er að hanna skíðasvæðið með tilliti til fjölgun lyfta á svæðinu en deiliskipulagsvinnu er ólokið. Þá er unnið að snjóflóðahættumati á svæðinu og ekki hægt að fara í frekari framkvæmdir fyrr en það mat liggur fyrir ásamt deiliskipulagi.
Fjölskylduráð hvetur unga sem aldna til að nýta sér opnun skíðasvæðis í vetur.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 202. fundur - 05.11.2024

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja erindi frá nemendum í stjórnmálafræði við Framhaldsskólann á Húsavík. Erindin snúa að úrbótum á samkomuhúsinu á Húsavík, aðkomu að PCC vellinum á Húsavík og aðstöðu við Yltjörn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar nemendum í stjórnmálafræði við FSH fyrir erindin.

Hafin er vinna við að meta ástand Samkomuhússins í heild og hvaða framkvæmdir eru mest aðkallandi.

Framtíðarskipulag íþróttasvæðisins og aðkomuleiðir að svæðinu eru til skoðunar en ráðið bendir á aðkomu við Auðbrekku.

Ráðið vísar hugmynd að uppsetningu fataklefa við Yltjörn til gerðar framkvæmdaáætlunar 2025-2028.