Fara í efni

Fjölskylduráð

200. fundur 05. nóvember 2024 kl. 08:30 - 12:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
  • Líney Gylfadóttir
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 2-5.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 6.
Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 7-8.

Brynjar Þór Vigfússon frá íþróttafélaginu Þingeyingi sat fundinn undir lið 2.
Gunnur Árnadóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 9.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 10.

Hanna Jóna vék af fundi kl. 10:45.

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram vinnu sinni við fjárhagsáætlanagerð 2025.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að rammi félagsþjónustu verði tekinn niður um 6 m.kr. og fjármagnið fært yfir á menningarsvið, þar af verði 2 m.kr. ráðstafað vegna fjölmenningarmála.

2.Endurskoðun á samningi við íþróttafélagið Þingeying

Málsnúmer 202410107Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Þingeyingi varðandi endurskoðun á styrktarsamningi á milli Norðurþings og ÍÞ.
Félagið vinnur nú að verkefni þar sem íþróttatímar á skólatíma yrðu í boði fyrir nemendur Öxarfjarðarskóla til þess að nýta skólaakstur á dreifðu svæði félagsins.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera drög að samningi við Íþróttafélagið Þingeying vegna íþróttatíma á skólatíma og búnaðarkaupa.

3.Rekstur HSÞ - ósk um nýjan samning

Málsnúmer 202409129Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að nýju samkomulagi við HSÞ.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að undirrita samning við HSÞ.

4.Aðstaða fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík

Málsnúmer 202409077Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur úttekt á vallarsvæði íþróttafélagsins Völsungs sem framkvæmd var 23.september sl. vegna þátttöku meistaraflokks karla í knattspyrnu í Lengjudeild sumarið 2025. Einnig liggur fyrir ráðinu minnisblað um kostnað við úrbætur.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að það kanni möguleika á uppsetningu vökvunarkerfis samhliða endurnýjun gervigrass með tilliti til endingar grassins.
Ráðið vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og framkvæmdaráði.

5.Erindi frá nemendum í stjórnmálafræði við FSH

Málsnúmer 202410100Vakta málsnúmer

Erindi frá nemendum í stjórnmálafræði við FSH.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindin. Sveitarfélagið hefur uppi áform um byggingu á húsnæði fyrir frístunda- og félagsstarf barna og ungmenna þar sem aldurshópurinn 16-25 ára getur fengið afnot af húsnæðinu.
Búið er að hanna skíðasvæðið með tilliti til fjölgun lyfta á svæðinu en deiliskipulagsvinnu er ólokið. Þá er unnið að snjóflóðahættumati á svæðinu og ekki hægt að fara í frekari framkvæmdir fyrr en það mat liggur fyrir ásamt deiliskipulagi.
Fjölskylduráð hvetur unga sem aldna til að nýta sér opnun skíðasvæðis í vetur.

6.Flugeldasýningar og brennur í Norðurþingi jól og áramót 2024-2025

Málsnúmer 202409067Vakta málsnúmer

Dagsetningar flugeldasýninga og brennur fyrir áramót og þrettánda 2024/2025 liggja fyrir fjölskylduráði til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Samkomulag um þjónustu vegna farsældar barna

Málsnúmer 202407034Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Þingeyjarsveitar um framlengingu á samkomulagi á milli sveitarfélaganna um þjónustu vegna farsældar barna, a.m.k. til árs, en helst til loka næsta skólaárs, þ.e. til 30. júní 2026. Núverandi samningur rennur út um áramót.
Fjölskylduráð samþykkir framlengingu samkomulags til loka næsta skólaárs. Ráðið óskar eftir því að viðræður um samkomulag um þjónustu vegna farsældar barna hefjist ekki seinna en í janúar 2026 með það að markmiði að ljúka þeim áður en skólaárinu 2025-2026 er lokið. Félagsmálastjóra falið að ganga frá samkomulaginu og vísar því til samþykktar í sveitarstjórn.

8.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra, vísað frá sveitarstjórn eftir fyrri umræðu.
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu sinni við samningsdrögin á næstu fundum.

9.Grunnskóli Raufarhafnar- Starfsáætlun 2024-2025.

Málsnúmer 202403102Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar 2024-2025 er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Öxarfjarðarskóli - Starfsáætlun 2024-2025.

Málsnúmer 202403105Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Öxarfjarðarskóla 2024-2025 er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.