Fara í efni

Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 469. fundur - 04.07.2024

Fyrrir byggðarráði liggur áætlun fyrir fundatilhögun í haust vegna fjárhagsáætlunarvinnu vegna áætlana árin 2025- 2028.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun.

Byggðarráð Norðurþings - 471. fundur - 08.08.2024

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu Íslands sem kom út þann 28.júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 475. fundur - 12.09.2024

Fyrir byggðarráði liggja gögn frá fjármálastjóra um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 ásamt tillögum að gjaldskrár breytingum vegna næsta árs.
Á næsta fundi ráðsins verður farið yfir drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2025. Stefnt er á að úthluta römmum til sviða og stofnana á fundi ráðsins þann 3.október nk.

Byggðarráð Norðurþings - 476. fundur - 26.09.2024

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2025, einnig liggur fyrir ráðinu minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana vegna ársins 2025. Römmunum verður úthlutað á næsta fundi byggðarráðs þann 3. október nk.

Byggðarráð Norðurþings - 477. fundur - 03.10.2024

Fyrir byggðarráði liggja fjárhagsrammar sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2025.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2025 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.

Fjölskylduráð - 197. fundur - 08.10.2024

Á 477. fundi byggðarráðs frá 3.10.2024 var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2025 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Fjölskylduráð mun halda áfram vinnu við fjárhagsáætlun á næstu fundum og felur sviðsstjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa, fjömenningarfulltrúa og félagsmálastjóra að hefja undirbúning sinna málaflokka.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 199. fundur - 08.10.2024

Á 477. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2025 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun halda áfram vinnu við fjárhagsáætlun á næstum fundum og felur sviðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning sinna málaflokka á grundvelli fyrirliggjandi fjárhagsramma.

Fjölskylduráð - 198. fundur - 15.10.2024

Til umfjöllunar eru áætlanir velferðasviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu við áætlanir velferðarsviðs á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 200. fundur - 15.10.2024

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja fjárhagsáætlanir skipulags- og umhverfissviðs skv. framlögðum fjárhagsrömmum byggðarráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar henni til umfjöllunar í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 478. fundur - 17.10.2024

Fyrir byggðarráði liggja ýmis gögn vegna áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 199. fundur - 22.10.2024

Til umfjöllunar eru áætlanir velferðasviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð mun áfram vinna að fjárhagsáætlun velferðarsviðs á næstu fundum. Ráðið vísar áætluninni til umfjöllunar í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 479. fundur - 24.10.2024

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 148. fundur - 31.10.2024

Á 479. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 til síðari umræðu.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 til síðari umræðu.

Fjölskylduráð - 200. fundur - 05.11.2024

Fjölskylduráð heldur áfram vinnu sinni við fjárhagsáætlanagerð 2025.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að rammi félagsþjónustu verði tekinn niður um 6 m.kr. og fjármagnið fært yfir á menningarsvið, þar af verði 2 m.kr. ráðstafað vegna fjölmenningarmála.

Byggðarráð Norðurþings - 480. fundur - 07.11.2024

Fyrir byggðarráði liggur áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2025- 2028.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára þar á eftir á næstu fundum sínum.

Fjölskylduráð - 201. fundur - 12.11.2024

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun Norðurþings 2025.
Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að rammi fræðslusviðs verði hækkaður um 22.5 m.kr. meðal annars vegna lækkunar á tekjum og aukins rekstrarkostnaðar.

Byggðarráð Norðurþings - 481. fundur - 14.11.2024

Á 200. fundi fjölskylduráðs var óskað eftir því við byggðarráð að rammi félagsþjónustu verði tekinn niður um 6 m.kr. og fjármagnið fært yfir á menningarsvið, þar af verði 2 m.kr. ráðstafað vegna fjölmenningarmála.
Byggðarráð samþykkir ósk fjölskylduráðs um að taka niður fjárhagsramma félagsþjónustu um 6.000.000 kr. og færa yfir á fjárhagsramma menningarsviðs.

Fjölskylduráð - 203. fundur - 26.11.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð vísar áætlunum til byggðaráðs til staðfestingar.

Byggðarráð Norðurþings - 482. fundur - 28.11.2024

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.

Á 201. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð að rammi fræðslusviðs verði hækkaður um 22.5 m.kr. meðal annars vegna lækkunar á tekjum og aukins rekstrarkostnaðar.
Byggðarráð samþykkir áorðnar breytingar og vísar fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 149. fundur - 05.12.2024

Fyrir sveitarstjórn liggur til síðari umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2025 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.
Til máls tóku: Katrín, Hafrún, Benóný, Hjálmar, Ingibjörg, Áki og Helena.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun eru hér lagðar fram í aðstæðum þar sem horfur í efnahags- og kjaramálum eru betri en þær voru á sama tíma í fyrra. Verðbólga og vextir eru farin að lækka en töluverð óvissa ríkir enn í kjaramálum einstakra félaga. Í áætluninni er lögð áhersla á aðhald í rekstri, eflingu grunnþjónustu og forgangsröðun í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins. Áætlunin stenst lagaleg viðmið um afkomu og fjárhagsstöðu samkvæmt sveitarstjórnarlögum þrátt fyrir töluverða aukningu fjármuna í verklegar framkvæmdir.
Skuldahlutfallið samkvæmt ársreikningi 2023 var 120,7% og útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir að skuldahlutfallið verði 125% og samkvæmt áætlun 2025 er gert ráð fyrir því að það verði 123,1%. Skuldaviðmið nemur 65,7% í áætlun 2025. Alþingi hefur samþykkt að víkja þessum reglum til hliðar tímabundið til ársins 2026, ekki reynir á þessa undanþágu hjá Norðurþingi.
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 666 m.kr. hjá A-hluta og 986 m.kr. í samstæðunni. Veltufé frá rekstri í samstæðu er því áætlað 14,53% samanborið við 13,83% samkvæmt áætlun 2024. Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld í hlutfalli af tekjum nemi 53,5% í samstæðu og 60,6% í A-hluta.
Ljóst er að sveitarstjórn hefur metnaðarfull áform um framkvæmdir á næstu árum en þar ber helst að nefna viðbyggingu við Borgarhólsskóla sem hýsa mun frístund og félagsmiðstöð ásamt uppbyggingu á stúku og nýtt gervigras á Húsavíkurvöll. Framkvæmdir á iðnaðarsvæðinu á Höfða og Röndinni á Kópaskeri styðja við frekari atvinnustarfssemi í sveitarfélaginu. Ýmis smærri verkefni eru á framkvæmdaáætlun og áhersla er á að ljúka þeim verkum sem hafin eru. Einnig má nefna að unnið hefur verið að skipulagi um þéttingu byggðar í suðurbæ Húsavíkur sem fjölgar hagstæðum íbúðarlóðum verulega á næstu árum. Unnið verður áfram við gerð aðalskipulags Norðurþings.
Undirrituð þakka starfsfólki Norðurþings fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.

Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir


Fjárhagsáætlun 2025 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.

Þriggja ára áætlun 2026-2028 er borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Áka, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Benóný, Ingibjörg og Jónas sitja sjá.

Fjölskylduráð - 210. fundur - 18.02.2025

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs 2024 og áætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2025.
Lagt fram til kynningar.