Fara í efni

Fjölskylduráð

198. fundur 15. október 2024 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
  • Bergþór Bjarnason
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 2 og 5-7.
Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1 og 3.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-3.
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir lið 3.
Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri sat fundinn undir liðum 6-7.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir vék af fundi kl. 10.11.

1.Gjaldskrár félagsþjónustu 2025

Málsnúmer 202410005Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til umfjöllunar gjaldskrár félagþjónustu 2025. Hækkun gjalda er 2,5%
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu við gjaldskrár á næsta fundi.

2.Gjaldskrá menningarsviðs 2025

Málsnúmer 202410042Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til umfjöllunar gjaldskrá bókasafna Norðurþings 2025. Hækkun gjalda er 5,6%
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu við gjaldskrá bókasafna á næsta fundi.

3.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru áætlanir velferðasviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu við áætlanir velferðarsviðs á næsta fundi.

4.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Á 197. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 24.09.2024, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kynna drög að umhverfis- og loftlagsstefnu á vefsíðu sveitarfélagsins og leita umsagna hjá fjölskylduráði, ungmennaráði, hverfisráðum og byggðarráði, ásamt því að setja hana í íbúasamráð á Betra Ísland.
Fjölskylduráð gerir ekki athugasemdir við umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins.

5.Samstarf Leikfélags Húsavíkur og Norðurþings um umsókn í uppbyggingasjóð SSNE

Málsnúmer 202410003Vakta málsnúmer

Leikfélag Húsavíkur óskar eftir samstarfi við fjölmenningarfulltrúa Norðurþings í tengslum við umsókn um styrk í uppbyggingasjóð SSNE.
Fjölskylduráð samþykkir samstarf við Leikfélag Húsavíkur í tengslum við umsókn um styrk í uppbyggingarsjóð SSNE.

6.Beiðni um að breyta dagsetningu Mærudagshátíðar

Málsnúmer 202408067Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræða um málið sem var síðast tekið fyrir á 194. fundi ráðsins.
Fjölmenningarfulltrúi hefur kannað mögulegar aðrar dagsetningar fyrir Mærudaga. Lagt fram til kynningar.

7.Mærudagar 2024 - 2026

Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer

Vegna beiðni um að breyta dagsetningu um Mærudagshátíðina var fjölmenningarfulltrúa falið að skoða hvort aðrar dagsetningar kæmu til greina var m.a. leitað eftir afstöðu framkvæmdastjóra Mærudaga og stjórnar Íþróttafélagsins Völsungs, ásamt því að horfa til starfssemi Norðurþings.

Út frá ofangreindu og fyrirliggjandi gögnum liggur fyrir fjölskylduráði að taka ákvörðun um dagsetningu Mærudaga 2025.
Framkvæmdastjóri Mærudaga og stjórn Völsungs gerðu ekki athugasemdir um breytingu á tímasetningu hátíðarinnar.

Fjölskylduráð samþykkir að Mærudagshátíðin fari fram, til reynslu, helgina eftir verslunarmannahelgi. Mærudagar 2025 fara því fram 8.-10. ágúst. Eftir það verður ákvörðun varðandi framtíðartímasetningu hátíðarinnar endurskoðuð.

Fundi slitið - kl. 10:30.