Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

148. fundur 31. október 2024 kl. 13:00 - 15:00 Framhaldsskólanum á Húsavík
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Á 479. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 til síðari umræðu.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 til síðari umræðu.

2.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028

Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer

Á 479. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun 2025-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Soffía og Aldey.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa framkvæmdaáætlun til síðari umræðu í sveitarstjórn.

3.Gjaldskrár Norðurþings 2025

Málsnúmer 202410079Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar vinna við gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Gjaldskrárnar munu liggja til staðfestingar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: Hafrún og Aldey.

Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025-2028

Málsnúmer 202409108Vakta málsnúmer

Á 27. fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til síðari umræðu.

5.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2025

Málsnúmer 202409107Vakta málsnúmer

Á 27. fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

6.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu þjónustustefna skv. 130 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þjónustustefnu sveitarfélagsins til síðari umræðu. Eins er stefnunni vísað til byggðarráðs, fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

7.Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna yfirferðar ársreiknings 2023.

Málsnúmer 202410017Vakta málsnúmer

Á 478. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Samkvæmt ársreikningi uppfyllir sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið EFS hvað varða skuldahlutfall A-hluta sem er 103,6% en á að vera undir 100%. Eftirlitsnefnd leggur áherslu á að leitað verði leiða til að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar.

Hjá A hlutanum var skuldaviðmið Norðurþings 48% í árslok 2023 samanborið við 55% í ársbyrjun, viðmið EFS er 150%.

Byggðarráð vísar bréfinu til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar 2025

Málsnúmer 202410052Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar vegna ársins 2025.

Á 478. fundi byggðarráðs var eftirarandi bókað um málið:

Byggðarráð vísar gjaldskránni til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar.

Samþykkt með atkvæðum Áka, Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Aldey og Ingibjörg sátu hjá.

9.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu samningur Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.

Með til fyrri umræðu fylgiskjal með samningi um barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn vísar samningnum til fjölskylduráðs til umfjöllunar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

10.Alþingiskosningar 2024

Málsnúmer 202410063Vakta málsnúmer

Á 479. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra á skrifstofum sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er óskinni vísað til staðfestingar í sveitarstjórn til samræmis við 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021.
Samþykkt samhljóða.

11.Hækkun húsnæðisbóta

Málsnúmer 202409043Vakta málsnúmer

Á 196. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Samþykkt samhljóða.

12.Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202409059Vakta málsnúmer

Á 196. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir drög að breytingum á reglum félagsþjónustu Norðurþings um stuðningsþjónustu og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Fyrirliggjandi reglur eru samþykktar samhljóða.

13.Gestahús Cottages óska eftir að stofnuð verði lóð undir nýtt íbúðarhús við Kaldbak

Málsnúmer 202409082Vakta málsnúmer

Á 197. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Kaldbaksstaðir.
Til máls tóku: Áki og Soffía

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Helena, Hjálmars, Ingibjargar og Soffíu.
Áki sem situr hjá.

14.Ósk um samþykki fyrir stofnun frístundahúsalóðar úr landi Fjalla 2

Málsnúmer 202406049Vakta málsnúmer

Á 198. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt og að hún fái heitið Fjöll 2 lóð 4.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

15.Ósk um stofnun lóðar úr landi Hafurstaða og Bjarmalands

Málsnúmer 202409115Vakta málsnúmer

Á 198. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Hafurstaðir 1.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

16.Ósk um lóðarleigusamning um lóð við Lækjargil (L150827)

Málsnúmer 202410012Vakta málsnúmer

Á 199. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði lóðarleigusamningur til ársloka 2040 við Kristinn Lund á grundvelli deiliskipulags svæðisins. Ákvæði í lóðarleigusamningi muni kveða á um notkun lóðarinnar til húsdýrahalds.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

17.Ósk um samþykki fyrir stofnun tveggja íbúðarhúsalóða úr landi Þverár í Reykjahverfi

Málsnúmer 202410034Vakta málsnúmer

Á 200. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna tveggja verði samþykkt. Ráðið samþykkir jafnframt nöfn lóðanna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

18.E-Valor ehf.sækir um lóð B-5 með möguleika á stækkun inn á lóð E-1 á Iðnaðarsvæði Bakka

Málsnúmer 202410019Vakta málsnúmer

Á 200. fundi skipulags-og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að E-Valor ehf. verði úthlutað lóðinni að Dvergabakka 5.
Til máls tók: Katrín.

Katrín leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykki tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn Norðurþings setur jafnframt eftirfarandi skilyrði vegna úthlutunar lóðar B- 5 á Bakka að byggingaráform liggi fyrir innan eins árs frá úthlutun lóðar og að framkvæmdir á lóðinni hefjist innan tveggja ára frá úthlutun lóðar.

Tillaga Katrínar er samþykkt samhljóða.

19.Breyting deiliskipulag Holtahverfis

Málsnúmer 202408043Vakta málsnúmer

Á 201. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingar. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

20.Ósk um lóðarleigusamning um lóðir við Traðagerði (L150849 og L150850)

Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer

Á 201. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að notkun lóðarinnar sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags Norðurþings og leggur því til við sveitarstjórn að gefinn verði út samningur um lóðina við Bjarka Helgason á grunni gildandi deiliskipulags. Samningur gildi til ársloka 2040. Ákvæði í lóðarleigusamningi muni kveða á um notkun lóðarinnar undir hesthús.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

21.Vetrarveiðar á ref

Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer

Á 478. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 2 m.kr og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn
Til máls tóku: Áki, Soffía, Ingibjörg, Helena og Aldey.

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi viðauka samhljóða.

22.Samþykkt um fiðurfé

Málsnúmer 202407049Vakta málsnúmer

Á 199. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykkt um fiðurfé til síðari umræðu í sveitarstjórn.

23.Byggðarráð Norðurþings - 476

Málsnúmer 2409006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 476. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Byggðarráð Norðurþings - 477

Málsnúmer 2409010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 477. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Byggðarráð Norðurþings - 478

Málsnúmer 2410002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 478. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Byggðarráð Norðurþings - 479

Málsnúmer 2410008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 479. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 5 "Áskorun til Norðurþings": Aldey og Hjálmar.
Undirritaður tekur undir niðurlag bókunar Aldeyjar um að sveitarfélagið skipti um færsluhirði og viðskiptum við Rapyd hætt.
Hjálmar Bogi Hafliðason.

Til máls tóku undir lið 6 "Verklagsreglur fyrir nefndasetu kjörinna fulltrúa": Aldey, Áki og Hafrún.

Til máls tók undir lið 7 "Erindi til sveitarstjórnar varðandi stuðning við Flugklasann Air66N": Aldey.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 197

Málsnúmer 2409005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 197. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 8 "Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings": Soffía.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

28.Skipulags- og framkvæmdaráð - 198

Málsnúmer 2409009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 198. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

29.Skipulags- og framkvæmdaráð - 199

Málsnúmer 2410001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 199. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

30.Skipulags- og framkvæmdaráð - 200

Málsnúmer 2410005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 200. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

31.Skipulags- og framkvæmdaráð - 201

Málsnúmer 2410006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 201. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045": Soffía.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

32.Fjölskylduráð - 195

Málsnúmer 2409004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 195. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

33.Fjölskylduráð - 196

Málsnúmer 2409007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 196. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

34.Fjölskylduráð - 197

Málsnúmer 2409008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 197. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Fjárfestingar og viðhald Lundur": Aldey og Helena.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

35.Fjölskylduráð - 198

Málsnúmer 2410004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 198. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

36.Fjölskylduráð - 199

Málsnúmer 2410007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 199. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 4 "Ungmennaráð 2024-2025": Helena, Hjálmar og Ingibjörg.
Hafrún vék af fundi undir umræðu um þennan lið.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

37.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 26

Málsnúmer 2408009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 26. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

38.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 27

Málsnúmer 2410009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 27. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

39.Orkuveita Húsavíkur ohf - 259

Málsnúmer 2410003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 259. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

40.Orkuveita Húsavíkur ohf - 260

Málsnúmer 2410012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 260. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tóku undir lið 1 "Fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025": Ingibjörg.

Til máls tóku undir lið 2 "Gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2025": Ingibjörg, Hafrún og Aldey.

Til máls tók undir lið 3 "Kaupa á skotbómulyftara": Áki.

Fundi slitið - kl. 15:00.