Fara í efni

Vetrarveiðar á ref

Málsnúmer 202409121

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 199. fundur - 08.10.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fer fram á heimild til að ráðstafa allt að þremur milljónum króna til að greiða veiðimönnum fyrir veiðar á refum í vetur.
Soffía, Aldey, Rebekka og Stefán Haukur samþykkja tveggja milljón króna viðauka vegna vetrarveiði á ref með ákveðnum skilyrðum sem munu koma fram í samningum við veiðimenn og sviðsstjóri kynnir fyrir ráðinu.


Kristinn Jóhann Lund óskar bókað að hann telji að fjármunum sé betur varið í grenjavinnslu að vori. Sveitarfélagið eigi ekki að greiða fyrir vetrarveidd dýr og greiðir því atkvæði á móti viðaukanum.

Ráðið vísar viðaukanum til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 478. fundur - 17.10.2024

Á 199. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 08.10.2024, var eftirfarandi bókað: Soffía, Aldey, Rebekka og Stefán Haukur samþykkja tveggja milljón króna viðauka vegna vetrarveiði á ref með ákveðnum skilyrðum sem munu koma fram í samningum við veiðimenn og sviðsstjóri kynnir fyrir ráðinu.

Kristinn Jóhann Lund óskar bókað að hann telji að fjármunum sé betur varið í grenjavinnslu að vori. Sveitarfélagið eigi ekki að greiða fyrir vetrarveidd dýr og greiðir því atkvæði á móti viðaukanum.

Ráðið vísar viðaukanum til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 2 m.kr og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 201. fundur - 22.10.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti drög að samningi um vetrarveiðar á refum í Norðurþingi veturinn 2024-2025.
Soffía, Rebekka og Aldey samþykkja fyrirliggjandi drög.
Kristinn og Eysteinn sitja hjá.

Sveitarstjórn Norðurþings - 148. fundur - 31.10.2024

Á 478. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 2 m.kr og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn
Til máls tóku: Áki, Soffía, Ingibjörg, Helena og Aldey.

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi viðauka samhljóða.