Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

478. fundur 17. október 2024 kl. 08:30 - 10:05 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Benóný Valur Jakobsson
  • Ingibjörg Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Aldey Unnar Traustadóttir
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Benóný Valur sat fundinn í fjarfundi.

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja ýmis gögn vegna áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028.
Lagt fram til kynningar.

2.Álagning gjalda 2025

Málsnúmer 202410064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að álagningu gjalda vegna ársins 2025.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni um álagningu gjalda á næsta fundi sínum.

3.Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna yfirferðar ársreiknings 2023.

Málsnúmer 202410017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna yfirferðar ársreiknings 2023.

Samkvæmt ársreikningi uppfyllir sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið EFS hvað varða skuldahlutfall A-hluta sem er 103,6% en á að vera undir 100%. Eftirlitsnefnd leggur áherslu á að leitað verði leiða til að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar.

Hjá A hlutanum var skuldaviðmið Norðurþings 48% í árslok 2023 samanborið við 55% í ársbyrjun, viðmið EFS er 150%.

Byggðarráð vísar bréfinu til umræðu í sveitarstjórn.

4.Beiðni um fjárhagsstuðning við Skógræktarfélag Húsavíkur

Málsnúmer 202410016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skógræktarfélagi Húsavíkur, ósk um fjárhagslegan stuðning að upphæð 500.000 kr árlega. Mest áhersla félagsins er að grisja skóga sem eru komnir á legg í nágrenni Húsavíkur og gera þá þolnari gagnvart veðrum og betri til útivistar nálægt fjölförnum leiðum.
Byggðarráð samþykkir áframhaldandi stuðning við Skógræktarfélag Húsavíkur að fjárhæð 500.000 kr. fyrir árið 2025.

5.Landbúnaðarmál á Norðausturhorninu.

Málsnúmer 202408035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar SVÓT greining á stöðu landbúnaðar í Langanesbyggð og Norðurþingi austan Tjörness en sveitarfélögin og SSNE fengu Egil Gautason hjá LBHÍ til að vinna greininguna síðsumars.

Í niðurlagi greiningarinnar eru fjórar tillögur að aðgerðum og er lagt til að hefjast handa við fyrsta verkefnið sem beinist að svæðinu austan Tjörness að Bakkafirði og gengur út á að sveitarfélögin og bændur á svæðinu marki sér stefnu í landbúnaðarferðaþjónustu.
Byggðarráð þakkar fyrir upplýsandi greiningu á stöðu landbúnaðar á svæðinu.

6.Bréf frá Óbyggðanefnd varðandi þjóðlendumál-eyjar og sker- tilkynning frá óbyggðanefnd

Málsnúmer 202402043Vakta málsnúmer

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið.

Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta.

7.Gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar 2025

Málsnúmer 202410052Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá Hitaveita Öxarfjarðar vegna ársins 2025.
Byggðarráð vísar gjaldskránni til umfjöllunar í sveitarstjórn.

8.Vetrarveiðar á ref

Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer

Á 199. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 08.10.2024, var eftirfarandi bókað: Soffía, Aldey, Rebekka og Stefán Haukur samþykkja tveggja milljón króna viðauka vegna vetrarveiði á ref með ákveðnum skilyrðum sem munu koma fram í samningum við veiðimenn og sviðsstjóri kynnir fyrir ráðinu.

Kristinn Jóhann Lund óskar bókað að hann telji að fjármunum sé betur varið í grenjavinnslu að vori. Sveitarfélagið eigi ekki að greiða fyrir vetrarveidd dýr og greiðir því atkvæði á móti viðaukanum.

Ráðið vísar viðaukanum til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 2 m.kr og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

9.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Á 197. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 24.09.2024, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kynna drög að umhverfis- og loftlagsstefnu á vefsíðu sveitarfélagsins og leita umsagna hjá fjölskylduráði, ungmennaráði, hverfisráðum og byggðarráði, ásamt því að setja hana í íbúasamráð á Betra Ísland.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við drög að umhverfis- og loftlagsstefnu sveitarfélagsins.

10.Boð um þátttöku í norrænu samstarfsverkefni

Málsnúmer 202410062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá samtökunum Landsbyggðin lifi, boð um þátttöku í verkefni í samstarfi við systursamtök samtakanna í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð. Leitað er eftir samstarfsaðilum meðal sveitarfélaga, byggðakjarna, framfarafélaga og frjálsra félagasamtaka

Verkefnið miðar að því að kanna hvað þarf að gera til að auðvelda fólki flutning út á land, tryggja búsetu og hvað stendur í veginum. Til dæmis hvort sveitarfélög geti tekið á móti fleirum, innviðir sveitarfélagsins eða svæðisins, húsnæðismál, atvinna, og fjarvinnumöguleikar.
Byggðarráð synjar þátttöku í verkefninu að sinni.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 24. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.