Beiðni um fjárhagsstuðning við Skógræktarfélag Húsavíkur
Málsnúmer 202410016
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 478. fundur - 17.10.2024
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skógræktarfélagi Húsavíkur, ósk um fjárhagslegan stuðning að upphæð 500.000 kr árlega. Mest áhersla félagsins er að grisja skóga sem eru komnir á legg í nágrenni Húsavíkur og gera þá þolnari gagnvart veðrum og betri til útivistar nálægt fjölförnum leiðum.
Byggðarráð samþykkir áframhaldandi stuðning við Skógræktarfélag Húsavíkur að fjárhæð 500.000 kr. fyrir árið 2025.