Fara í efni

Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna yfirferðar ársreiknings 2023.

Málsnúmer 202410017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 478. fundur - 17.10.2024

Fyrir byggðarráði liggur bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna yfirferðar ársreiknings 2023.

Samkvæmt ársreikningi uppfyllir sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið EFS hvað varða skuldahlutfall A-hluta sem er 103,6% en á að vera undir 100%. Eftirlitsnefnd leggur áherslu á að leitað verði leiða til að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar.

Hjá A hlutanum var skuldaviðmið Norðurþings 48% í árslok 2023 samanborið við 55% í ársbyrjun, viðmið EFS er 150%.

Byggðarráð vísar bréfinu til umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 148. fundur - 31.10.2024

Á 478. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Samkvæmt ársreikningi uppfyllir sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið EFS hvað varða skuldahlutfall A-hluta sem er 103,6% en á að vera undir 100%. Eftirlitsnefnd leggur áherslu á að leitað verði leiða til að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar.

Hjá A hlutanum var skuldaviðmið Norðurþings 48% í árslok 2023 samanborið við 55% í ársbyrjun, viðmið EFS er 150%.

Byggðarráð vísar bréfinu til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Lagt fram til kynningar.