Landbúnaðarmál á Norðausturhorninu.
Málsnúmer 202408035
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 478. fundur - 17.10.2024
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar SVÓT greining á stöðu landbúnaðar í Langanesbyggð og Norðurþingi austan Tjörness en sveitarfélögin og SSNE fengu Egil Gautason hjá LBHÍ til að vinna greininguna síðsumars.
Í niðurlagi greiningarinnar eru fjórar tillögur að aðgerðum og er lagt til að hefjast handa við fyrsta verkefnið sem beinist að svæðinu austan Tjörness að Bakkafirði og gengur út á að sveitarfélögin og bændur á svæðinu marki sér stefnu í landbúnaðarferðaþjónustu.
Í niðurlagi greiningarinnar eru fjórar tillögur að aðgerðum og er lagt til að hefjast handa við fyrsta verkefnið sem beinist að svæðinu austan Tjörness að Bakkafirði og gengur út á að sveitarfélögin og bændur á svæðinu marki sér stefnu í landbúnaðarferðaþjónustu.
Byggðarráð þakkar fyrir upplýsandi greiningu á stöðu landbúnaðar á svæðinu.