Fara í efni

Boð um þátttöku í norrænu samstarfsverkefni

Málsnúmer 202410062

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 478. fundur - 17.10.2024

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá samtökunum Landsbyggðin lifi, boð um þátttöku í verkefni í samstarfi við systursamtök samtakanna í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð. Leitað er eftir samstarfsaðilum meðal sveitarfélaga, byggðakjarna, framfarafélaga og frjálsra félagasamtaka

Verkefnið miðar að því að kanna hvað þarf að gera til að auðvelda fólki flutning út á land, tryggja búsetu og hvað stendur í veginum. Til dæmis hvort sveitarfélög geti tekið á móti fleirum, innviðir sveitarfélagsins eða svæðisins, húsnæðismál, atvinna, og fjarvinnumöguleikar.
Byggðarráð synjar þátttöku í verkefninu að sinni.