Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir lið 1-6.
1.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Ásgeir Jónsson hjá Eflu kynntu fyrirliggjandi vinnslutillögu Aðalskipulags Norðurþings 2025-2045.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hrafnhildi og Ásgeiri kynninguna. Stefnt er að því að taka vinnslutillöguna aftur til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.
2.Breyting deiliskipulag Holtahverfis
Málsnúmer 202408043Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningarferli breytingar deiliskipulags Holtahverfis. Umsagnir bárust frá þremur aðilum. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og slökkviliðsstjóri tilkynntu að ekki væru athugasemdir við breytinguna af hálfu þeirra stofnana. Guðný María Waage kom á framfæri ábendingu vegna stafsetningarvillu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingar. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
3.Ósk um lóðarleigusamning um lóð við Lækjargil (L150829)
Málsnúmer 202410057Vakta málsnúmer
Elías Frímann Elvarsson óskar eftir að gerður verði lóðarsamningur vegna lóðar L150829 til samræmis við gildandi deiliskipulag. Ennfremur verði húsið skráð á byggingarleyfi í stað stöðuleyfis.
Í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er gengið út frá að sá hluti skipulagssvæðis O1 sem er sunnan Húsavíkurlækjar sé gert ráð fyrir fjárhúsum. Samkvæmt upplýsingum er hús á lóð L150829 ekki notað sem fjárhús. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að gefa út lóðarsamning fyrir lóðina á þeim grunni að hún er ekki nýtt til samræmis við gildandi skipulag.
4.Ósk um lóðarleigusamning um lóðir við Traðagerði (L150849 og L150850)
Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer
Bjarki Helgason óskar eftir að gerður verði lóðarsamningur við hann vegna lóðar L150849 og L150850 við Traðargerði til samræmis við gildandi deiliskipulag. Ennfremur verði hús skráð á byggingarleyfi í stað stöðuleyfis.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að notkun lóðarinnar sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags Norðurþings og leggur því til við sveitarstjórn að gefinn verði út samningur um lóðina við Bjarka Helgason á grunni gildandi deiliskipulags. Samningur gildi til ársloka 2040. Ákvæði í lóðarleigusamningi muni kveða á um notkun lóðarinnar undir hesthús.
5.Steinsteypir ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðum og breytingum á efnishólfi á lóðinni Haukamýri 3
Málsnúmer 202410058Vakta málsnúmer
Steinsteypir ehf óskar eftir stöðuleyfi til fjögurra ára fyrir starfsmannabúðum og breytingu á efnishólfi á lóðinni Haukamýri 3. Um er að ræða tvær svefnskálaeiningar og eldhús/matsal. Hvor svefnskálaeining er 60 m löng með 30 gistiherbergjum. Fyrir liggur tillaga að afstöðu húsanna ásamt teikningum af þeim. Ennfremur er óskað leyfis til að hólfa af fjögur efnishólf til geymslu hálkusands og steypuefna norðan við steypustöð.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis um stöðuleyfi fyrir vinnubúðum. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að efnishólf verði útbúin til samræmis við framlögð gögn. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag athafnasvæðis A6.
6.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði
Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja fyrir, til kynningar, frá Basalt Arkitektum að innra fyrirkomulagi í kjallara viðbyggingar við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.
7.Götulýsing við Fákatröð
Málsnúmer 202410055Vakta málsnúmer
Erindi frá hesthúsaeigendum við Fákatröð i Saltvík og Hestamannafélaginu Grana.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við hlutaðeigandi aðila og í framhaldi að kostnaðarmeta framkvæmdina.
8.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs 2025
Málsnúmer 202410011Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að gjaldskrám Umhverfissviðs fyrir árið 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að fyrirliggjandi gjaldskrár verði samþykktar.
9.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028
Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur endurskoðun á framkvæmdaáætlun 2025 - 2028.
Skipulags- og framkvæmdaráð hélt áfram umræðu um framkvæmdaáætlun 2025.
10.Vetrarveiðar á ref
Málsnúmer 202409121Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti drög að samningi um vetrarveiðar á refum í Norðurþingi veturinn 2024-2025.
Soffía, Rebekka og Aldey samþykkja fyrirliggjandi drög.
Kristinn og Eysteinn sitja hjá.
Kristinn og Eysteinn sitja hjá.
Fundi slitið - kl. 16:05.