Fara í efni

Ósk um lóðarleigusamning um lóðir við Traðagerði (L150849 og L150850)

Málsnúmer 202410056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 201. fundur - 22.10.2024

Bjarki Helgason óskar eftir að gerður verði lóðarsamningur við hann vegna lóðar L150849 og L150850 við Traðargerði til samræmis við gildandi deiliskipulag. Ennfremur verði hús skráð á byggingarleyfi í stað stöðuleyfis.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að notkun lóðarinnar sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags Norðurþings og leggur því til við sveitarstjórn að gefinn verði út samningur um lóðina við Bjarka Helgason á grunni gildandi deiliskipulags. Samningur gildi til ársloka 2040. Ákvæði í lóðarleigusamningi muni kveða á um notkun lóðarinnar undir hesthús.

Sveitarstjórn Norðurþings - 148. fundur - 31.10.2024

Á 201. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að notkun lóðarinnar sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags Norðurþings og leggur því til við sveitarstjórn að gefinn verði út samningur um lóðina við Bjarka Helgason á grunni gildandi deiliskipulags. Samningur gildi til ársloka 2040. Ákvæði í lóðarleigusamningi muni kveða á um notkun lóðarinnar undir hesthús.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.