Fara í efni

Ósk um lóðarleigusamning um lóð við Lækjargil (L150829)

Málsnúmer 202410057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 201. fundur - 22.10.2024

Elías Frímann Elvarsson óskar eftir að gerður verði lóðarsamningur vegna lóðar L150829 til samræmis við gildandi deiliskipulag. Ennfremur verði húsið skráð á byggingarleyfi í stað stöðuleyfis.
Í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er gengið út frá að sá hluti skipulagssvæðis O1 sem er sunnan Húsavíkurlækjar sé gert ráð fyrir fjárhúsum. Samkvæmt upplýsingum er hús á lóð L150829 ekki notað sem fjárhús. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að gefa út lóðarsamning fyrir lóðina á þeim grunni að hún er ekki nýtt til samræmis við gildandi skipulag.