Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

152. fundur 03. apríl 2025 kl. 14:00 - 15:30 Safnahúsinu Húsavík
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
  • Birkir Freyr Stefánsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Ósk um lausn undan störfum

Málsnúmer 202503073Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um lausn undan störfum frá Örnu Ýr Arnarsdóttur, fulltrúa D-lista, en hún hefur verið varamaður í skipulags- og framkvæmdaráði og einnig sem 2. varamaður í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni samhljóða.

2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026

Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að skipa nýjan varafulltrúa í skipulags- og framkvæmdaráð í stað Örnu Ýrar Arnarasdóttir.
Vegna úrsagnar Örnu Ýrar verður 2. varamaður í sveitarstjórn Þorsteinn Snævar Benediktsson.

Að öðru leyti er lagt til að Sigríður Þorvaldsdóttir verði varamaður í skipulags- og framkvæmdaráði.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

3.Ársreikningur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202412070Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

4.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2024

Málsnúmer 202412071Vakta málsnúmer

Á 31. fundi hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir Hafnasjóð Norðurþings fyrir árið 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

5.Frumvarp til laga um sýslumann (stjórnarfrumvarp)

Málsnúmer 202504007Vakta málsnúmer

Helena Eydís óskaði eftir að sveitarstjórn fjallaði um á fundi sínum frumvarp til laga um sýslumann (stjórnarfrumvarp).
Til máls tóku: Helena, Aldey og Hjálmar.

Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að sveitarstjóra verði falið að gera umsögn um frumvarp um sýslumann á grunni fyrri umsagnar byggðarráðs um málið og umræðu á sveitarstjórnarfundi.

Sveitarstjórn samþykkir samhjóða tillögu Helenu.

6.Frumvarp til laga um sýslumann (þingmannafrumvarp)

Málsnúmer 202504009Vakta málsnúmer

Helena Eydís óskaði eftir að sveitarstjórn fjallaði um á fundi sínum frumvarp til laga um sýslumann (þingmannafrumvarp).
Til máls tók: Helena.

Lagt fram.

7.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Á 491. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir samþykktir vegna Bílastæðasjóðs Norðurþings.

Samþykktum sjóðsins vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn staðfestir samþykktir sjóðsins samhljóða.

8.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202501095Vakta málsnúmer

Á 214. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur um leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristinn.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

9.Gjaldskrár Norðurþings 2025

Málsnúmer 202410079Vakta málsnúmer

Á 214. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristinn.

Samþykkt samhljóða.

10.Gjaldskrár íþrótta- og tómstundasviðs 2025

Málsnúmer 202410006Vakta málsnúmer

Á 212. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Vegna breytts fyrirkomulags sumarfrístundar sbr. lengri vistunartíma og aukinnar þjónustu samþykkir fjölskylduráð gjaldskrárbreytingu sumarfrístundar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristinn og Aldey.

Samþykkt samhljóða.

11.Reglur um akstursþjónustu aldraðra

Málsnúmer 202304029Vakta málsnúmer

Á 212. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um akstursþjónustu aldraðra og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Bylgja.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

12.Reglur um Miðjuna hæfingu og dagþjónustu.

Málsnúmer 202209012Vakta málsnúmer

Á 213. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um Miðjuna hæfingu og dagþjónustu og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

13.Reglur Norðurþings um notendasamninga

Málsnúmer 202503080Vakta málsnúmer

Á 213. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um notendasamninga og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristinn.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

14.Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings

Málsnúmer 202305078Vakta málsnúmer

Á 213. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Bylgja.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

15.Reglur Norðurþings um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905034Vakta málsnúmer

Á 213. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

16.Reglur Norðurþings um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Málsnúmer 202503088Vakta málsnúmer

Á 213. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristinn.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

17.Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202409059Vakta málsnúmer

Á 213. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um stuðningsþjónustu og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristinn.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

18.Ósk um lóðarleigusamning um lóð við Lækjargil (L150829)

Málsnúmer 202410057Vakta málsnúmer

Á 212. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftifarandi bókað:

Elías Frímann Elvarsson óskar endurskoðunar afstöðu skipulagsnefndar varðandi gerðar lóðarleigusamnings um eign hans við Lækjargil. Húseigandi hyggst hefja sauðfjárrækt á lóðinni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði lóðarsamningur við húseiganda til ársloka 2040 á grunni fyrirliggjandi deiliskipulags og að húseign hans verði skráð á byggingarleyfi í stað stöðuleyfis.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

19.Breyting deiliskipulags suðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Á 213. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt án breytinga frá kynntri tillögu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

20.Berglind Jóna Þorláksdóttir sækir um lóð að Stakkholti 7

Málsnúmer 202503085Vakta málsnúmer

Á 214. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Berglindi Jónu verði úthlutað lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

21.Björgunarsveitin Garðar sækir um lóð að Norðurgarði 7-9

Málsnúmer 202503051Vakta málsnúmer

Á 31. fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í umsókn Björgunarsveitarinnar Garðars um lóð að Norðurgarði 7-9 og leggur til við sveitarstjórn að lóðunum verði úthlutað til Björgunarsveitarinnar Garðars.
Ingibjörg vék af fundinum undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

22.Fjölskylduráð - 211

Málsnúmer 2502010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 211. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 212

Málsnúmer 2503002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 212. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 4 "Sinfó í sundi: bein útsending RÚV á sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í sundlaugum landsins": Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð - 213

Málsnúmer 2503004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 213. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð - 214

Málsnúmer 2503007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 214. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Skipulags- og framkvæmdaráð - 212

Málsnúmer 2502011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 212. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 5 "Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði": Bylgja.

Til máls tók undir lið 1 "Erindi vegna umferðaröryggis barna": Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 213

Málsnúmer 2502013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 213. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

28.Skipulags- og framkvæmdaráð - 214

Málsnúmer 2503005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 214. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

29.Byggðarráð Norðurþings - 489

Málsnúmer 2502012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 489. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 4 "Krubbur hugmyndahraðhlaup": Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

30.Byggðarráð Norðurþings - 490

Málsnúmer 2503001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 490. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Erindi varðandi náttúruvernd í Norðurþingi": Ingibjörg, Katrín og Helena.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

31.Byggðarráð Norðurþings - 491

Málsnúmer 2503006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 491. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 7 "Erindi frá Menningarmiðstöð Þingeyinga": Hjálmar.

Til máls tók undir lið 11 "Matvælaráðuneytið drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald": Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

32.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 31

Málsnúmer 2503003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 31. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.