Fara í efni

Ársreikningur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202412070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 484. fundur - 09.01.2025

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2024.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2024 og leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn.

Tillaga:
27. mars fyrri umræða hjá byggðarráði.
3. apríl fyrri umræða hjá sveitarstjórn.
30. apríl seinni umræða hjá byggðarráði.
8. maí seinni umræða hjá sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 150. fundur - 16.01.2025

Á 484. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2024 og leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn.

Tillaga:
27. mars fyrri umræða hjá byggðarráði.
3. apríl fyrri umræða hjá sveitarstjórn.
30. apríl seinni umræða hjá byggðarráði.
8. maí seinni umræða hjá sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Helena leggur fram eftirfarandi breytingatillögu fyrir hönd B og D lista:
Vegna afgreiðslu ársreikninga Norðurþings vegna ársins 2024 sem samþykkja þarf í sveitarstjórn og skila inn til kauphallar fyrir 15. maí er lagt til sveitarstjórn samþykki tillögu byggðarráðs um fundartíma í apríl og maí. Að auki er lagt til að febrúarfundi sveitarstjórnar verði seinkað frá 20. febrúar til 27. febrúar og að marsfundur sveitarstjórnar verði felldur niður.
Fundir sveitarstjórnar verði því sem hér segir:
27. febrúar kl. 13:00
3. apríl kl. 13:00
8. maí kl. 13:00


Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 490. fundur - 13.03.2025

Fyrir byggðaráði liggur útreikningur tryggingasérfræðings á áhrifum lífeyrisskuldbindinga á ársreikning Norðurþings 2024.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 491. fundur - 27.03.2025

Fyrir byggðarráði liggja drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.

Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi frá Deloitte sat undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Hólmgrími frá Deloitte fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2024.

Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 152. fundur - 03.04.2025

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.