Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Benóný Valur vék af fundi kl 09:55 og kom aftur inn á fundinnn kl 10:25.
1.Ársreikningur Norðurþings 2024
Málsnúmer 202412070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi frá Deloitte sat undir þessum lið.
Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi frá Deloitte sat undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Hólmgrími frá Deloitte fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2024.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2.Stofnun Bílastæðasjóðs Norðurþings
Málsnúmer 202503075Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að stofna sjóðinn en Bílastæðasjóður er A-hluta fyrirtæki í samstæðu Norðurþings. Bílastæðasjóður er í eigu Norðurþings og fer byggðarráð í umboði sveitarstjórnar með stjórn sjóðsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá formlegri stofnun á Bílastæðasjóði Norðurþings sem sér sjóði í A- hluta Norðurþings.
3.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði
Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að staðfesta bókun skipulags- og framkvæmdaráðs frá 214. fundi ráðsins haldinn þann 25. mars sl.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir innsendar athugasemdir og felur sviðsstjóra að uppfæra samþykktir í samræmi við umræður á fundinum.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til staðfestingar í byggðarráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir innsendar athugasemdir og felur sviðsstjóra að uppfæra samþykktir í samræmi við umræður á fundinum.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til staðfestingar í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir samþykktir vegna Bílastæðasjóðs Norðurþings.
Samþykktum sjóðsins vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykktum sjóðsins vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
4.Fyrirtækjaþing 2025
Málsnúmer 202502073Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar vegna fyrirtækjaþings sem stefnt er á að halda á Húsavík í maí.
Berglind Jóna og Anna kynna málið á fundinum.
Berglind Jóna og Anna kynna málið á fundinum.
Byggðarráð þakkar Berglindi Jónu Þorláksdóttur og Önnu Gunnarsdóttur fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á undirbúningi fyrirtækjaþings. Eitt þing verður haldið fyrir sveitarfélagið Norðurþing, áætlaður kostnaður er allt að 500 þ.kr.
Áformað er að þingið verði haldið þann 22. maí nk.
Áformað er að þingið verði haldið þann 22. maí nk.
5.Sala á eign
Málsnúmer 202503099Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um söluheimild á eigninni Aðalbraut 18 (B) á Raufarhöfn, um er að ræða hluta eignarinnar sem nefnist Ketilhús, það er um 245 m2 að flatarmáli.
Byggðarráð samþykkir að eignin verði sett í söluferli og að lóð verði skilgreind fyrir þá eignarhluta í Aðalbraut 18 þar ekki hefur verið gengið frá lóðarmörkum.
6.Kaup á eign
Málsnúmer 202503098Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um heimild til að gera tilboð í eign að Höfðavegi 6 á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá kaupunum verði tilboð samþykkt.
Kaupin eru fjármögnuð með stofnframlagi tæpar 8 m.kr og sölu eigna.
Kaupin eru fjármögnuð með stofnframlagi tæpar 8 m.kr og sölu eigna.
7.Erindi frá Menningarmiðstöð Þingeyinga
Málsnúmer 202503089Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi vegna lóðar við Menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindi Menningarmiðstöðvar Þingeyinga vegna lóðar við Stóragarð 17 á Húsavík. Ráðið sér ekki á þessu stigi annað en að aðilar eigi að geta náð samkomulagi um málið.
8.Öryggisnefnd, netöryggi o.fl.
Málsnúmer 202501083Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að skipa sex fulltrúa starfsfólks í öryggisnefnd. Öryggisnefnd er vettvangur stjórnunar á öryggis-, gæða- og áhættumálum hjá Norðurþingi, þ.m.t. vinnuvernd, upplýsinga-, netöryggi og persónuvernd.
Benedikt Þór Jakobsson og Aðalgeir Sævar Óskarsson sitja fundinn undir þessum lið.
Engin gögn fylgja málinu en verða kynnt á fundinum.
Benedikt Þór Jakobsson og Aðalgeir Sævar Óskarsson sitja fundinn undir þessum lið.
Engin gögn fylgja málinu en verða kynnt á fundinum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipa starfsfólk í sex manna öryggisnefnd sveitarfélagsins. Nefndin mun funda ársfjórðungslega og skila ársskýrslu til byggðarráðs eftir hvert starfsár.
9.Boð um þátttöku í Sveitarfélagi ársins
Málsnúmer 202503084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar. Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB munu standa árlega fyrir könnun þessari og veita sveitarfélögum verðlaun fyrir góðan árangur. Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu aukna athygli. Mikinn lærdóm má draga af þessari könnun, sem er ítarleg, og gefur stjórnendum kleift að bregðast við áskorunum með skipulögðum hætti.
Byggðarráð þiggur boð um þátttöku í könnuninni og hvetur stjórnendur til að nýta niðurstöðurnar til góðra verka. Kostnaður Norðurþings er 359 þ.kr.
10.Ársskýrsla stofnunar rannsóknarsetra HÍ 2024
Málsnúmer 202503081Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til upplýsinga ársskýrsla Stofnunar rannsóknarsetra 2024.
Við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík eru einkum stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen, líffræðingur og sérfræðingur í sjávarspendýrum. Dr. Charla Basran hefur stöðu nýdoktors við setrið en einnig störfuðu þar þrír doktorsnemar árið 2024.
Við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík eru einkum stundaðar rannsóknir á sjávarspendýrum. Forstöðumaður setursins er dr. Marianne Helene Rasmussen, líffræðingur og sérfræðingur í sjávarspendýrum. Dr. Charla Basran hefur stöðu nýdoktors við setrið en einnig störfuðu þar þrír doktorsnemar árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
11.Matvælaráðuneytið drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald
Málsnúmer 202503110Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarmál S-62/2025; Atvinnuvegaráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018.
Umsagnarfrestur er til 3. apríl nk.
Umsagnarfrestur er til 3. apríl nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að umsögn í samráði við byggðarráð.
12.Til umsagnar: Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög
Málsnúmer 202503066Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 147. mál. Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. mars nk.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
13.Til umsagnar 158.mál frá nefnda og greiningarsviði Alþingis - Borgarstefna
Málsnúmer 202503078Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 158. mál. Borgarstefna.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 1. apríl nk.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 1. apríl nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum og bera undir byggðarráð.
14.Fulltrúaráðsfundur Stapa 2025
Málsnúmer 202503083Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að skipa fulltrúa á fulltrúaráðsfund Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður 15. apríl nk.
Fundurinn verður rafrænn.
Fundurinn verður rafrænn.
Byggðarráð skipar Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra sem fulltrúa á fundinum og Bergþór Bjarnason fjármálastjóra til vara fyrir hönd Norðurþings.
15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja 964. og 971. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundirnir fóru fram 7. og 28. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412057Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 81. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
17.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2025
Málsnúmer 202501084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu frá 10. fundi þann 11. febrúar 2025 og frá 11. fundi þann 11. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
18.Fundargerðir stjórnar MMÞ
Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi og fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 10. mars sl.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í kostnaði við þakskipti á húsnæði Menningarmiðstövar Þingeyinga, áætlaður kostnaður Norðurþings í verkinu er um 20 m.kr.
Falli kostnaðurinn til á árinu 2025 þá þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins og vísi honum til staðfestingar sveitarstjórnar.
Falli kostnaðurinn til á árinu 2025 þá þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins og vísi honum til staðfestingar sveitarstjórnar.
19.Fundargerðir SSNE 2025
Málsnúmer 202503100Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 71. fundar stjórnar SSNE sem fram fór þann 17. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:30.