Fara í efni

Öryggisnefnd, netöryggi o.fl.

Málsnúmer 202501083

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 491. fundur - 27.03.2025

Fyrir byggðarráði liggur að skipa sex fulltrúa starfsfólks í öryggisnefnd. Öryggisnefnd er vettvangur stjórnunar á öryggis-, gæða- og áhættumálum hjá Norðurþingi, þ.m.t. vinnuvernd, upplýsinga-, netöryggi og persónuvernd.

Benedikt Þór Jakobsson og Aðalgeir Sævar Óskarsson sitja fundinn undir þessum lið.

Engin gögn fylgja málinu en verða kynnt á fundinum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipa starfsfólk í sex manna öryggisnefnd sveitarfélagsins. Nefndin mun funda ársfjórðungslega og skila ársskýrslu til byggðarráðs eftir hvert starfsár.