Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

490. fundur 13. mars 2025 kl. 08:30 - 10:55 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Aldey Unnar Traustadóttir
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Áki Hauksson
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sat fundinn frá Nattúrustofu Norðurþings Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fulltrúi M-lista mætti ekki til fundar.

1.Erindi varðandi náttúruvernd í Norðurþingi

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Náttúrustofu Norðurþings um náttúruvernd í sveitarfélaginu.
Tilefnið er stjórnsýsluleg staða náttúruverndar eftir að Héraðsnefnd Þingeyinga og þar með Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verður aflögð og tengsl við Náttúrustofu Norðausturlands. Einnig áherslur náttúruverndar í stefnumörkun sveitarfélagsins til framtíðar, sbr. þær athugasemdir sem Náttúrustofan hefur gert við vinnslutillögu aðalskipulags 2025-2045.

Á fundinn kemur Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður.
Byggðarráð þakkar Þorkeli Lindberg fyrir komuna á fundinn og greinargóða yfirferð á þeim málum er snúa að Náttúrustofu Norðausturlands.

Byggðarráð mun í framhaldinu vinna að því að koma á fót náttúruverndarnefnd. Byggðarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar.

2.Áhrif kjarasamninga við K.Í.á fjárhag Norðurþings.

Málsnúmer 202503039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað fjármálastjóra vegna nýgerðs kjarasamnings við kennarfélögin og áhrif þeirra á fjárhag sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs sem og skipulags- og framkvæmdaráðs. Óskað er eftir tillögum frá ráðunum til hagræðingar í rekstri á sínum sviðum. Kjarasamningurinn hefur töluverð áhrif á rekstur sveitarfélagsins, kostnaðaraukinn er á bilinu 60-70 m.kr á ári. Það er því nauðsynlegt að bregðast við og leita allra leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.

3.Ársreikningur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202412070Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur útreikningur tryggingasérfræðings á áhrifum lífeyrisskuldbindinga á ársreikning Norðurþings 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Rekstur Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í febrúar og fleira tengt rekstri.
Lagt fram til kynningar

5.Samanburður á orkukostnaði heimila 2024

Málsnúmer 202503044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samantekt Byggðastofnunar á kostnaði við raforkunotkun og húshitun í 92 byggðakjörnum á landinu öllu.
Lagt fram til kynningar

6.Brothættar byggðir II - tímabundið tilraunaverkefni

Málsnúmer 202501019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að skipa í verkefnisstjórn skv. samningum um tilraunaverkefnin Raufarhöfn og framtíðin II og Öxarfjörður í sókn II.

Gert er ráð fyrir að ein sameiginleg verkefnisstjórn geti sinnt báðum verkefnunum. Fulltrúi Norðurþings er formaður verkefnisstjórnar og skal auk þess skipa fjóra fulltrúa íbúa, tvo úr hvoru byggðarlagi.
Byggðarráð skipar eftirtalda í verkefnisstjórn um tilraunaverkefnin Raufarhöfn og framtíðin II og Öxarfjörður í sókn II.
Greiðslur fyrir aðila hópsins fara samkvæmt samþykktum Norðurþings og eru greiðslur samkvæmt 13. gr. samþykktar Norðurþings um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður verkefnisstjórnar

Fyrir Öxarfjörð í sókn II:
Charlotta V. Englund, Birkifelli, Öxarfirði
Thomas Helmig, Kópaskeri

Fyrir Raufarhöfn og framtíðin II:
Olga Friðriksdóttir, Raufarhöfn
Ólafur Gísli Agnarsson, Raufarhöfn

Byggðarráð þakkar íbúum fyrir að gefa kost á sér til þátttöku í verkefnisstjórn.

7.Ósk um samstarf við sveitarfélög vegna norræns verkefni sem kallast Coming, Staying, Living

Málsnúmer 202503021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá samtökunum Landsbyggðin lifi. Samtökin leita eftir samstarfi við sveitafélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu Coming, Staying, Living Ruralizing Europe. Verkefnið leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en hyggst ekki taka þátt í samstarfinu að þessu sinni.

8.Álaborgarleikarnir 2025

Málsnúmer 202209024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á Álaborgarleikana í Danmörku sem haldnir verða frá 29.júlí til 3. ágúst 2025.
Byggðarráð samþykkir allt að þrír fulltrúar frá Norðurþingi fari til Álaborgar í tengslum við leikana. Álaborg er vinabær Húsavíkur og haldið verður uppá 50 ára afmæli leikanna í ár.

9.Til umsagnar tillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Málsnúmer 202503023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd 101. mál, tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr.24152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.