Álaborgarleikarnir 2025
Málsnúmer 202209024
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 127. fundur - 13.09.2022
Fyrir fjölskylduráði liggur boðsbréf á Álaborgarleikana 2025.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindinu. Ráðið gerir ráð fyrir að þiggja boðið.
Byggðarráð Norðurþings - 407. fundur - 22.09.2022
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf vegna Álaborgarleika sem haldnir verða árið 2025, þá verða 50 ár frá því leikarnir voru fyrst haldnir.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 171. fundur - 05.12.2023
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar bréf vegna Álaborgarleikanna sem haldnir verða í ágúst 2025 en þá verða 50 ár frá því að leikarnir voru fyrst haldnir. Óskað er eftir viðbrögðum og upplýsingum um fyrri þátttakendur frá sveitarfélaginu fyrir 10. desember nk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindinu.
Fjölskylduráð - 203. fundur - 26.11.2024
Fyrir fjölskylduráði liggur boð á Álaborgarleikana í Danmörku sem haldnir verða frá 29.júlí til 3. ágúst 2025.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna áhuga á þáttöku í Álborgarleikunum hjá Golfklúbbi Húsavíkur og Íþróttafélaginu Völsungi.