Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Skoðun leikvalla Norðurþings 2023
Málsnúmer 202310102Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja niðurstöður úr aðalskoðun leikvalla árið 2023 sem framkvæmd var samkvæmt reglugerð 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.
Einnig þarf ráðið að taka afstöðu til þess hvar eigi að staðsetja og byggja upp einn leikvöll í suðurbæ Húsavíkur samkvæmt framkvæmdaáætlun leikvalla sem samþykkt var hjá ráðinu 2022.
Einnig þarf ráðið að taka afstöðu til þess hvar eigi að staðsetja og byggja upp einn leikvöll í suðurbæ Húsavíkur samkvæmt framkvæmdaáætlun leikvalla sem samþykkt var hjá ráðinu 2022.
Fjölskylduráð horfir til þess að eins og í norðurbæ Húsavíkur verði byggður upp einn leikvöllur í suðurbæ Húsavíkur. Áfram verði byggðir upp leikvellir á skólalóðum sveitarfélagsins. Þetta er liður í því að auka gæði leiksvæða sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð samþykkir að leita samráðs við íbúa um framtíðarstaðsetningu leikvallar í suðurbænum.
Samráðið verði viðhaft á Betra Ísland og valkostirnir verði:
Uppsalavegur-Baughóll
Stórhóll
Hjarðarholtstún
Hólaravöllur
Annað
Niðurstöður samráðsins verði leiðbeinandi fyrir fjölskylduráð í ákvarðanatöku vegna framtíðarstaðsetningar leikvallar í suðurbænum.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sjá til þess að leiktæki sem uppfylla ekki staðla verði fjarlægð af leiksvæðum sveitarfélagsins sem og að hefja undirbúning samráðs við íbúa um ofangreint.
Fjölskylduráð samþykkir að leita samráðs við íbúa um framtíðarstaðsetningu leikvallar í suðurbænum.
Samráðið verði viðhaft á Betra Ísland og valkostirnir verði:
Uppsalavegur-Baughóll
Stórhóll
Hjarðarholtstún
Hólaravöllur
Annað
Niðurstöður samráðsins verði leiðbeinandi fyrir fjölskylduráð í ákvarðanatöku vegna framtíðarstaðsetningar leikvallar í suðurbænum.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sjá til þess að leiktæki sem uppfylla ekki staðla verði fjarlægð af leiksvæðum sveitarfélagsins sem og að hefja undirbúning samráðs við íbúa um ofangreint.
2.Álaborgarleikarnir 2025
Málsnúmer 202209024Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar bréf vegna Álaborgarleikanna sem haldnir verða í ágúst 2025 en þá verða 50 ár frá því að leikarnir voru fyrst haldnir. Óskað er eftir viðbrögðum og upplýsingum um fyrri þátttakendur frá sveitarfélaginu fyrir 10. desember nk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindinu.
3.Frístundastyrkir 2024
Málsnúmer 202311103Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar frístundastyrki ungmenna fyrir árið 2023. Uppfæra þarf reglur vegna ákvörðunar sveitarstjórnar um að hækka frístundastyrk á milli ára.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um frístundastyrki. Frístundastyrkur verður 22.500 kr. á árinu 2024.
4.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi 2023-2024
Málsnúmer 202305073Vakta málsnúmer
Erindisbréf starfshóps um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshópsins.
Í hópinn eru eftirtaldir tilnefndir:
Fulltrúi Velferðarsviðs: Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi.
Pólitískt kjörnir fulltrúar:
Bylgja Steingrímsdóttir, fjölskylduráði, formaður starfshópsins.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, áheyrnafulltrúi í fjölskylduráði.
Fulltrúi foreldra skólans:
óskað er eftir tilnefningu frá skólaráði.
Starfsfólk hópsins: Jón Höskuldsson og Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að óska eftir að skólaráð Grunnskólans á Raufarhöfn tilnefni fulltrúa foreldra í starfshópinn.
Starfshópurinn flokkist sem sérskipuð nefnd skv. d. lið 3. greinar samþykktar um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings og fái greitt skv. því.
Í hópinn eru eftirtaldir tilnefndir:
Fulltrúi Velferðarsviðs: Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi.
Pólitískt kjörnir fulltrúar:
Bylgja Steingrímsdóttir, fjölskylduráði, formaður starfshópsins.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, áheyrnafulltrúi í fjölskylduráði.
Fulltrúi foreldra skólans:
óskað er eftir tilnefningu frá skólaráði.
Starfsfólk hópsins: Jón Höskuldsson og Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að óska eftir að skólaráð Grunnskólans á Raufarhöfn tilnefni fulltrúa foreldra í starfshópinn.
Starfshópurinn flokkist sem sérskipuð nefnd skv. d. lið 3. greinar samþykktar um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings og fái greitt skv. því.
5.Frístund - Starfsreglur - Endurskoðun 2023
Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar að nýju um endurskoðun starfsreglna Frístundar í tengslum við tekjutengdan afslátt.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
6.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023
Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar að nýju um endurskoðun starfsreglna leikskóla í tengslum við tekjutengdan afslátt.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
7.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023
Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer
Velferðarnefnd Alþingis: til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir). 497. mál
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Hanna Jóna Stefánsdóttir sat fundinn í fjarfundi.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3 í fjarfundi.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir lið 1.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-7 í fjarfundi.