Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023
Málsnúmer 202306003
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 155. fundur - 06.06.2023
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á starfsreglum leikskóla.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að skila kostnaðargreiningu vegna umræðu um opnunartíma á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð - 157. fundur - 27.06.2023
Fræðslufulltrúi leggur kostanaðargreiningu fyrir ráðið vegna umræðu um opnunartíma í síðast fundi þess.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur með áorðnum breytingum sem snúa að skilgreiningu forgangshópa og afsláttarkjörum til starfsfólks leikskóla. Ekki eru gerðar breytingar á opnunartíma að svo stöddu.
Byggðarráð Norðurþings - 435. fundur - 06.07.2023
Á 157. fundi fjölskylduráðs 27. júní 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur með áorðnum breytingum sem snúa að skilgreiningu forgangshópa og afsláttarkjörum til starfsfólks leikskóla. Ekki eru gerðar breytingar á opnunartíma að svo stöddu. Vísað til byggðarráðs, í sumarleyfi sveitarstjórnar, til afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð - 168. fundur - 14.11.2023
Fjölskylduráð tekur starfsreglur leikskóla til endurskoðunar að nýju vegna tillagna sem samþykktar voru til að bæta starfsaðstæður á Grænuvöllum og um tekjutengdan afslátt.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar samhljóða og felur fræðslufulltrúa að uppfæra orðalag samkvæmt umræðum á fundinum.
Fjölskylduráð - 171. fundur - 05.12.2023
Fjölskylduráð fjallar að nýju um endurskoðun starfsreglna leikskóla í tengslum við tekjutengdan afslátt.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 140. fundur - 22.12.2023
Á 171. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Fyrirliggjandi reglur eru samþykktar samhljóða.
Fjölskylduráð - 179. fundur - 12.03.2024
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar starfsreglur leikskóla í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar starfsreglur leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 143. fundur - 04.04.2024
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar starfsreglur leikskóla í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.
Á 179. fundi fjölskylduráðs 12. mars 2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar starfsreglur leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Á 179. fundi fjölskylduráðs 12. mars 2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar starfsreglur leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.
Undirrituð leggur til að breytingu á starfsreglum leikskóla verði vísað til fjölskylduráðs á ný vegna þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.
Undirrituð leggur til að breytingu á starfsreglum leikskóla verði vísað til fjölskylduráðs á ný vegna þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.
Fjölskylduráð - 183. fundur - 16.04.2024
Fjölskylduráð fjallar að nýju um endurskoðun starfsreglna leikskóla í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Lögð er til eftirfarandi breyting á systkinaafslætti:
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 144. fundur - 02.05.2024
Á 183. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Lögð er til eftirfarandi breyting á systkinaafslætti:
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Lögð er til eftirfarandi breyting á systkinaafslætti:
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar.
Hjálmar leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á reglunum:
Í ljósi þess að undir máli 3 er búið að samþykkja að afsláttur verði með þriðja barni 100% er það lagt til hér einnig.
Samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Eiðs, Hjálmars, Ingibjargar, Rebekku og Soffíu.
Hafrún og Helena sátu hjá.
Hjálmar leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á reglunum:
Í ljósi þess að undir máli 3 er búið að samþykkja að afsláttur verði með þriðja barni 100% er það lagt til hér einnig.
Samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Eiðs, Hjálmars, Ingibjargar, Rebekku og Soffíu.
Hafrún og Helena sátu hjá.