Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

140. fundur 22. desember 2023 kl. 10:00 - 10:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson 1. varamaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
  • Halldór Jón Gíslason 2. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202312082Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
Forseti leggur fram endurskoðuð tillögu að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2024 í Norðurþingi, sem komin er til vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Sveitarstjórn samþykkti 30. nóvember sl. að útsvar yrði 14,74% á árinu 2024.
Endurskoðuð tillaga sem liggur fyrir sveitarstjórn gerir ráð fyrir að útsvar verði 14,97% á árinu 2024.

Með vísan til breytinga á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dagsettu 15. desember 2023, samþykkir sveitarstjórn með 9 samhljóða atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.
Um er að ræða breytta tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga en ekki aukna skattheimtu eða álögur á íbúa.

Tillagan samþykkt er samhljóða.

2.Fráveitustofngjald verði hluti af gjaldskrá OH

Málsnúmer 202211150Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fráveitu samþykkt sveitarfélagsins til samþykktar.

Samþykktin fór fyrir Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra þar sem eftirfarandi var bókað:
Lögð voru fram drög að samþykkt um fráveitur í sveitarfélaginu Norðurþingi.
Heilbrigðisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar í samræmi 2.mgr. 59.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
Samþykkt um fráveitur í sveitarfélaginu Norðurþingi er samþykkt samhljóða.

3.Frístund - Starfsreglur - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer

Á 171. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Fyrirliggjandi reglur eru samþykktar samhljóða.

4.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer

Á 171. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Fyrirliggjandi reglur eru samþykktar samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:10.