Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

435. fundur 06. júlí 2023 kl. 08:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Útsvarstekjur og rekstur fyrstu sex mánuði ársins.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur júnímánaðar og lykiltölur í rekstri fyrstu sex mánuði ársins.

2.Viljayfirlýsing - líforkuver - þróunarfélag

Málsnúmer 202306044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu um stofnun þróunarfélags sem er nauðsynlegt næsta skref að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði.

Byggðarráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 22. júní sl. og frestaði afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar með þeim formerkjum að ekki falli til kostnaður á sveitarfélagið vegna þessa.

3.Stofnun eignarhaldsfélags í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 202305009Vakta málsnúmer

Á 430. fundi byggðarráðs þann 25. maí sl. var bókað. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir samstarfsvilja og áhuga á að koma að vinnu samstarfshóps. Sveitarstjóra er falið að leiða vinnu samstarfshóps.

Sveitarstjóri fer yfir þá vinnu sem farin er af stað hjá samstarfshópnum.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer

Á 157. fundi fjölskylduráðs 27. júní 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur með áorðnum breytingum sem snúa að skilgreiningu forgangshópa og afsláttarkjörum til starfsfólks leikskóla. Ekki eru gerðar breytingar á opnunartíma að svo stöddu. Vísað til byggðarráðs, í sumarleyfi sveitarstjórnar, til afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs.

5.Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings 2023

Málsnúmer 202305078Vakta málsnúmer

Á 158. fundi fjölskylduráðs 4.júlí 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til samþykktar í byggðarráði. Í fyrri reglum vantaði uppfærða stigagjöf miðað við aðstæður fólks til að meta stöðu einstaklinga til úthlutunar á félagslegu húsnæði, er það breytingin sem er sett inn núna.
Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og staðfestir þær í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar.

6.Fjölskylduráð - 157

Málsnúmer 2306008FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði í umboði sveitarstjórnar liggur fyrir fundargerð 157. fundar fjölskylduráðs frá 27. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

7.Skipulags- og framkvæmdaráð - 162

Málsnúmer 2306009FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði í umboði sveitarstjórnar liggur fyrir fundargerð 162. fundar Skipulags- og framkvæmdaráðs frá 27. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

8.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 13

Málsnúmer 2306011FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði í umboði sveitarstjórnar liggur fyrir fundargerð 13. fundar Hafnarsjóðs Norðurþings frá 29. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnastjóri Norðurþings

Málsnúmer 202307029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að hafnastjóri Norðurþings hefur sagt starfi sínu lausu. Lagt er til að sveitarstjóri verði jafnframt hafnastjóri og að Norðurþing auglýsi eftir rekstrarstjóra hafna á næstu dögum.
Byggðarráð samþykkir að gera þá breytingu að sveitarstjóri Norðurþings verði jafnframt hafnarstjóri Norðurþings.

Byggðarráð felur stjórnsýslustjóra að vinna að þeim breytingum og uppfærslum sem þessar breytingar hafa m.a. í för með sér á samþykktum og leggja fyrir ráðið til samþykktar í byrjun ágústmánaðar.

Fundi slitið - kl. 10:00.