Stofnun eignarhaldsfélags í Þingeyjarsýslum
Málsnúmer 202305009
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 430. fundur - 25.05.2023
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga, dagsett 28. apríl 2023 þar sem óskað er eftir viðhorfi sveitarfélagsins til að koma á fót eignarhaldsfélagi sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslum og Byggðastofnunar. Hugmyndin er að sveitarfélögin leggi félög óviðkomandi kjarnastarfsemi sveitarfélaganna inn í fjárfestingarfélagið gegn greiðslu í hlutafé.
Óskað er viðbragða sveitarfélagsins fyrir 25. maí nk.
Óskað er viðbragða sveitarfélagsins fyrir 25. maí nk.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir samstarfsvilja og áhuga á að koma að vinnu samstarfshóps. Sveitarstjóra er falið að leiða vinnu samstarfshóps.
Byggðarráð Norðurþings - 435. fundur - 06.07.2023
Á 430. fundi byggðarráðs þann 25. maí sl. var bókað. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir samstarfsvilja og áhuga á að koma að vinnu samstarfshóps. Sveitarstjóra er falið að leiða vinnu samstarfshóps.
Sveitarstjóri fer yfir þá vinnu sem farin er af stað hjá samstarfshópnum.
Sveitarstjóri fer yfir þá vinnu sem farin er af stað hjá samstarfshópnum.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 453. fundur - 11.01.2024
Fyrir byggðarráði liggur samrunaskrá Fjárfestingarfélags Þingeyinga hf.
Byggðarráð Norðurþings samþykktir að Norðurþing auki hlut sinn í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf.
Hlutafjáraukningin verður greidd með hlutabréfum sveitarfélagsins í Fjallalambi hf.,Seljalaxi hf. og stofnfjárbréfum þess í Sparisjóði Suður Þingeyinga og miðast virði hluta við bókfært verð í ársreikningi 2023. Skilyrði þess að áfram verði unnið að málinu er að Byggðastofnun komi að félaginu og eigi allt að 39% hlut í því.
Hlutafjáraukningin verður greidd með hlutabréfum sveitarfélagsins í Fjallalambi hf.,Seljalaxi hf. og stofnfjárbréfum þess í Sparisjóði Suður Þingeyinga og miðast virði hluta við bókfært verð í ársreikningi 2023. Skilyrði þess að áfram verði unnið að málinu er að Byggðastofnun komi að félaginu og eigi allt að 39% hlut í því.
Byggðarráð Norðurþings - 461. fundur - 11.04.2024
Fyrir byggðarráði liggur að taka til umræðu stofnun eignarhaldsfélags í Þingeyjarsýslum, málið hefur verið til skoðunar um allnokkurn tíma.
Á 453. fundi byggðarráðs þann 11. janúar 2024 var bókað;
Byggðarráð Norðurþings samþykktir að Norðurþing auki hlut sinn í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf. Hlutafjáraukningin verður greidd með hlutabréfum sveitarfélagsins í Fjallalambi hf., Seljalaxi hf. og stofnfjárbréfum þess í Sparisjóði Suður Þingeyinga og miðast virði hluta við bókfært verð í ársreikningi 2023. Skilyrði þess að áfram verði unnið að málinu er að Byggðastofnun komi að félaginu og eigi allt að 39% hlut í því.
Nú liggur fyrir staðfesting Byggðastofnunar á sínum eignahlut í félaginu og byggðarráð er því fylgjandi að unnið verði áfram að stofnun félagsins í takti við sitt fyrra samþykki.
Byggðarráð Norðurþings samþykktir að Norðurþing auki hlut sinn í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf. Hlutafjáraukningin verður greidd með hlutabréfum sveitarfélagsins í Fjallalambi hf., Seljalaxi hf. og stofnfjárbréfum þess í Sparisjóði Suður Þingeyinga og miðast virði hluta við bókfært verð í ársreikningi 2023. Skilyrði þess að áfram verði unnið að málinu er að Byggðastofnun komi að félaginu og eigi allt að 39% hlut í því.
Nú liggur fyrir staðfesting Byggðastofnunar á sínum eignahlut í félaginu og byggðarráð er því fylgjandi að unnið verði áfram að stofnun félagsins í takti við sitt fyrra samþykki.