Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ársreikningur Norðurþings 2023
Málsnúmer 202312114Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til umræðu uppfærð drög vegna ársreiknings Norðurþings 2023.
Lagt fram til kynningar.
2.Rekstur Norðurþings 2024
Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar útsvarstekjur í mars 2024.
Lagt fram til kynningar.
3.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður
Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer
Byggðarráð heldur áfram umræðu sinni um húsnæðisaðstæður stjórnsýslunnar á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita til arkitektastofu og meta þörf á því rými sem þarf undir stjórnsýslu sveitarfélagsins, einnig að stofna starfshóp um framtíðarhúsnæði undir starfsemina sem skilar sínum tillögum í maí mánuði.
4.Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulag náttúrustofa til sveitarfélaga
Málsnúmer 202401105Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ásamt Sambandi íslenska sveitarfélaga hyggja á fundi með þeim sveitarfélögum sem standa að rekstri Náttúrustofa. Tilgangur fundanna er að hefja samtal um áherslur og framtíðarsýn hvað varðar samvinnu ríkis og sveitarfélaga í starfsemi náttúrustofa.
Þorkell Lindberg Þórarinsson situr fundinn undir þessum lið.
Fundur vegna Náttúrustofu Norðausturlands er fyrirhugaður þann 15. maí nk. á Húsavík.
Þorkell Lindberg Þórarinsson situr fundinn undir þessum lið.
Fundur vegna Náttúrustofu Norðausturlands er fyrirhugaður þann 15. maí nk. á Húsavík.
Byggðarráð þakkar Þorkeli Lindberg Þórarinssyni forstöðumanni Náttúrustofu Norðausturlands fyrir komuna á fundinn og góðar umræður.
5.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði
Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer
Á fundi byggðarráðs þann 7. mars sl. fól ráðið sveitarstjóra að kanna möguleika á stofnun bílastæðastjóðs og kynna fyrir ráðinu að nýju.
Fyrir ráðinu liggja drög að samþykkt fyrir Bílastæðasjóð Norðurþings og drög að gjaldskrá ásamt minnisblaði frá sveitarstjóra um feril málsins.
Fyrir ráðinu liggja drög að samþykkt fyrir Bílastæðasjóð Norðurþings og drög að gjaldskrá ásamt minnisblaði frá sveitarstjóra um feril málsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að stofnun Bílastæðasjóðs Norðurþings og vísar frekara skipulagi og útfærslu gjaldskyldra bílastæða til skipulags- og framkvæmdaráðs.
6.Styrktarsjóður EBÍ umsóknir 2024
Málsnúmer 202403114Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf til kynningar vegna styrkumsókna í Styrktarsjóð EBÍ og er frestur út apríl til að skila inn umsókn.
Í 3. gr. reglna fyrir Styrktarsjóð EBÍ er kveðið á um að öllu jöfnu getur sveitarfélag ekki fengið útlhutað styrk tvö ár í röð. Norðurþing fékk úthlutað 600.000 kr. árið 2023 fyrir styrkingu innviða við Heimsskautsgerðið við Raufarhöfn og því mun sveitarfélagið ekki sækja um í ár.
7.Stofnun eignarhaldsfélags í Þingeyjarsýslum
Málsnúmer 202305009Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að taka til umræðu stofnun eignarhaldsfélags í Þingeyjarsýslum, málið hefur verið til skoðunar um allnokkurn tíma.
Á 453. fundi byggðarráðs þann 11. janúar 2024 var bókað;
Byggðarráð Norðurþings samþykktir að Norðurþing auki hlut sinn í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf. Hlutafjáraukningin verður greidd með hlutabréfum sveitarfélagsins í Fjallalambi hf., Seljalaxi hf. og stofnfjárbréfum þess í Sparisjóði Suður Þingeyinga og miðast virði hluta við bókfært verð í ársreikningi 2023. Skilyrði þess að áfram verði unnið að málinu er að Byggðastofnun komi að félaginu og eigi allt að 39% hlut í því.
Nú liggur fyrir staðfesting Byggðastofnunar á sínum eignahlut í félaginu og byggðarráð er því fylgjandi að unnið verði áfram að stofnun félagsins í takti við sitt fyrra samþykki.
Byggðarráð Norðurþings samþykktir að Norðurþing auki hlut sinn í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf. Hlutafjáraukningin verður greidd með hlutabréfum sveitarfélagsins í Fjallalambi hf., Seljalaxi hf. og stofnfjárbréfum þess í Sparisjóði Suður Þingeyinga og miðast virði hluta við bókfært verð í ársreikningi 2023. Skilyrði þess að áfram verði unnið að málinu er að Byggðastofnun komi að félaginu og eigi allt að 39% hlut í því.
Nú liggur fyrir staðfesting Byggðastofnunar á sínum eignahlut í félaginu og byggðarráð er því fylgjandi að unnið verði áfram að stofnun félagsins í takti við sitt fyrra samþykki.
8.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar
Málsnúmer 202404029Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsókn um styrk frá Bjarmahlíð þolendamiðstöð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna um styrkveitingar sveitarfélagsins til sambærilegra verkefna og leggja fyrir ráðið að nýju.
9.Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 202403120Vakta málsnúmer
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga er lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.Almenningssamgöngur á landsbyggðinni
Málsnúmer 202404028Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð frá Vegagerðinni, boð á samráðsfund um almenningssamgöngur á landsbyggðinni. Fundurinn er liður í fundaröð Vegagerðarinnar með sveitarfélögum og landshlutasamtökum sem hafa hagsmuni að gæta samkvæmt núverandi leiðarkerfi.
Fundurinn verður haldinn á Breiðumýri fimmtudaginn 11. apríl kl. 14:00.
Fundurinn verður haldinn á Breiðumýri fimmtudaginn 11. apríl kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar.
11.Aðalfundur Vík hses.vegna ársins 2023
Málsnúmer 202404032Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Vík hses. 2024 og verður fundurinn haldinn þann 22. apríl nk.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Hjálmar Boga Hafliðason til vara.
12.Aðalfundarboð 2024
Málsnúmer 202404030Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundurinn verður haldinn kl.13.00 mánudaginn 22. apríl nk. í Kaupfélagshúsinu, Garðarsbraut 5 á Húsavík.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason til setu á fundinum fyrir hönd sveitarfélagsins og Hafrúnu Olgeirsdóttur til vara.
13.Aðalfundur Leigufélags Hvamms efh.vegna ársins 2023
Málsnúmer 202404033Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Leigufélags Hvamms ehf. 2024.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason til setu á fundinum fyrir hönd sveitarfélagsins og Hafrúnu Olgeirsdóttur til vara.
14.Fundarboð - Ársfundur Stapa 2024
Málsnúmer 202404031Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð stjórnar Stapa lífeyrissjóðs á ársfund 2023. Fundurinn verður haldinn 2. maí nk. í Menningarhúsinu Hofi kl 14.00.
Byggðarráð tilnefnir Guðmund Baldvin Guðmundsson til setu á fundinum.
15.Fundargerðir SSNE 2024
Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 61. og 62. funda stjórnar SSNE.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir stjórnar MMÞ
Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 29. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
17.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands
Málsnúmer 202404008Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands haldinn þann 25. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:05.