Ársreikningur Norðurþings 2023
Málsnúmer 202312114
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 452. fundur - 04.01.2024
Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2023.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2023.
Byggðarráð Norðurþings - 459. fundur - 21.03.2024
Fyrir byggðarráði liggja drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi frá Deloitte sat undir þessum lið.
Hólmgrímur Bjarnason endurskoðandi frá Deloitte sat undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Hólmgrími frá Deloitte fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2023.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 143. fundur - 04.04.2024
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Til máls tók: Katrín.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð Norðurþings - 461. fundur - 11.04.2024
Fyrir byggðarráði liggja til umræðu uppfærð drög vegna ársreiknings Norðurþings 2023.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 462. fundur - 24.04.2024
Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2023 ásamt skýrslu endurskoðanda.
Á fund byggðarráðs kemur Níels Guðmundsson endurskoðandi frá Enor.
Á fund byggðarráðs kemur Níels Guðmundsson endurskoðandi frá Enor.
Byggðarráð þakkar Níelsi Guðmundssyni fyrir góða og ítarlega yfirferð á ársreikningi 2023 og vísar honum til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 144. fundur - 02.05.2024
Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2023 til síðari umræðu.
Til máls tóku: Katrín, Hafrún og Hjálmar.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð lýsa yfir ánægju sinni með að heilt yfir er rekstur sveitarfélagsins Norðurþings 2023 heldur betri en árin áður og skilar ívið meiri framlegð hjá A-hluta.
Tekjur eru að hækka á milli ára en í samstæðunni voru rekstrartekjur árið 2023 kr. 6.509 millj. og hækkuðu um 207,3 millj. milli ára eða 3,3%. Handbært fé hækkaði um 265,7 millj. kr. milli ára og var 1.722,9 millj. í árslok. Veltufjárhlutfall samstæðunnar er sterkt en það hækkar á milli ára og var 2,25 í árslok samanborið við 2,02 í ársbyrjun. Að jafnaði er horft til þess að veltufjárhlutfall sé amk yfir 1,0.
Laun og launatengd gjöld eru að hækka á milli ára í takt við launaþróun í landinu en sem hlutfall af rekstrartekjum stendur prósentan nánast í stað á milli ára. Fjöldi ársverka eykst um 1,9% hjá sveitarfélaginu, úr 311 í 317 á árinu 2023. Fjölgunin á sér að mestu leyti þá skýringu að sveitarfélagið hefur mætt langtíma veikindum með nýjum ráðningum til að halda uppi sama þjónustustigi. Fjármagnsliðir voru neikvæðir á árinu en það skýrist að mestu leyti í vöxtum og verðbótum aðallega í B hlutanum.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð á árinu 2023 um 194,7 millj. kr. sem er um 386,7 millj. kr. betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Skuldir við lánastofnanir lækka á milli ára um 51,8 mill kr. hjá samstæðunni og engin ný lán voru tekin á árinu.
Skuldahlutfall samstæðu sveitarfélagsins sem reiknað er í samræmi við reglur um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga var 65% í árslok 2023 samanborið við 67% í ársbyrjun. Hjá A-hlutanum var skuldahlutfallið 48% í árslok 2022 samanborið við 55% í ársbyrjun. Skuldahlutfallið lækkar þrátt fyrir aukningu heildarskulda en það skýrist helst af því að tekjur hækka nokkuð milli ára og veltufjármunir hækka einnig nokkuð. Skuldir á hvern íbúa í sveitarfélaginu eru rúmlega kr. 1,7 millj. kr.
Áframhaldandi áskoranir eru augljósar í rekstri sveitarfélaga og hjá okkur eru stórar framkvæmdir framundan en við teljum að sveitarfélagið sé í stakk búið til að taka þeim áskorunum með áframhaldandi aga í rekstri og án þess að skerða þjónustu við íbúa.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir
Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2023 er samþykktur samhljóða.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð lýsa yfir ánægju sinni með að heilt yfir er rekstur sveitarfélagsins Norðurþings 2023 heldur betri en árin áður og skilar ívið meiri framlegð hjá A-hluta.
Tekjur eru að hækka á milli ára en í samstæðunni voru rekstrartekjur árið 2023 kr. 6.509 millj. og hækkuðu um 207,3 millj. milli ára eða 3,3%. Handbært fé hækkaði um 265,7 millj. kr. milli ára og var 1.722,9 millj. í árslok. Veltufjárhlutfall samstæðunnar er sterkt en það hækkar á milli ára og var 2,25 í árslok samanborið við 2,02 í ársbyrjun. Að jafnaði er horft til þess að veltufjárhlutfall sé amk yfir 1,0.
Laun og launatengd gjöld eru að hækka á milli ára í takt við launaþróun í landinu en sem hlutfall af rekstrartekjum stendur prósentan nánast í stað á milli ára. Fjöldi ársverka eykst um 1,9% hjá sveitarfélaginu, úr 311 í 317 á árinu 2023. Fjölgunin á sér að mestu leyti þá skýringu að sveitarfélagið hefur mætt langtíma veikindum með nýjum ráðningum til að halda uppi sama þjónustustigi. Fjármagnsliðir voru neikvæðir á árinu en það skýrist að mestu leyti í vöxtum og verðbótum aðallega í B hlutanum.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð á árinu 2023 um 194,7 millj. kr. sem er um 386,7 millj. kr. betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Skuldir við lánastofnanir lækka á milli ára um 51,8 mill kr. hjá samstæðunni og engin ný lán voru tekin á árinu.
Skuldahlutfall samstæðu sveitarfélagsins sem reiknað er í samræmi við reglur um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga var 65% í árslok 2023 samanborið við 67% í ársbyrjun. Hjá A-hlutanum var skuldahlutfallið 48% í árslok 2022 samanborið við 55% í ársbyrjun. Skuldahlutfallið lækkar þrátt fyrir aukningu heildarskulda en það skýrist helst af því að tekjur hækka nokkuð milli ára og veltufjármunir hækka einnig nokkuð. Skuldir á hvern íbúa í sveitarfélaginu eru rúmlega kr. 1,7 millj. kr.
Áframhaldandi áskoranir eru augljósar í rekstri sveitarfélaga og hjá okkur eru stórar framkvæmdir framundan en við teljum að sveitarfélagið sé í stakk búið til að taka þeim áskorunum með áframhaldandi aga í rekstri og án þess að skerða þjónustu við íbúa.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir
Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2023 er samþykktur samhljóða.