Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

143. fundur 04. apríl 2024 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202312114Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2023

Málsnúmer 202403084Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að ársreikningi Hafnasjóðs Norðurþings 2023.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

3.Áskorun á sveitarstjórn að beita sér fyrir varðveislu Helguskúrs

Málsnúmer 202403049Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur áskorun frá stjórn Gafls félagi um þingeyskan byggingararf um að varðveita Helguskúr
Til máls tóku: Benóný, Aldey, Áki og Soffía.

Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrár Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar gjaldskrár Frístundar og leikskóla í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.

Á 178. fundi fjölskylduráðs 12.3. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar gjaldskrár Frístundar og leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Benóný, Aldey, Hafrún og Áki.

Undirrituð leggur til að breytingu gjaldskrám leikskóla og frístundar verði vísað til fjölskylduráðs á ný vegna þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Helena Eydís Ingólfsdóttir.

Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Undirrituð leggur fram eftirfarandi bókun:
Að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn og muni afslátturinn jafnframt flæða á milli leikskóla og frístundar fyrir börn í 1.-4. bekk.
Aldey Unnar Traustadóttir.


5.Frístund - Starfsreglur - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar starfsreglur Frístundar í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.

Á 179. fundi fjölskylduráðs 12. mars 2024, var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar starfsreglur Frístundar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Undirrituð leggur til að breytingu á starfsreglum frístundar verði vísað til fjölskylduráðs á ný vegna þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Helena Eydís Ingólfsdóttir

Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

6.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar starfsreglur leikskóla í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.

Á 179. fundi fjölskylduráðs 12. mars 2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar starfsreglur leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Undirrituð leggur til að breytingu á starfsreglum leikskóla verði vísað til fjölskylduráðs á ný vegna þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Helena Eydís Ingólfsdóttir

Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

7.Vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202311086Vakta málsnúmer

Á 180. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir samning um samrekstur Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

8.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar

Málsnúmer 202403064Vakta málsnúmer

Á 180. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.

9.Tillaga frá Slökkviliði Norðurþings vegna mannbjörgunar af hærri byggingum í Norðurþingi.

Málsnúmer 202402102Vakta málsnúmer

Á 457. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Meirihluti byggðarráðs samþykkir kaup á körfubíl fyrir Slökkvilið Norðurþings með atkvæðum Hjálmars Boga og Áka. Hafrún greiðir atkvæði á móti. Áætlaður kostnaður við kaupin er 14,9 m.kr með vsk. á tækinu heim komið miðað við gengi dagsins.

Aldey og Ingibjörg óska eftir að sveitarstjórn taki málið til umræðu.
Til máls tóku: Ingibjörg, Hjálmar og Aldey.

Aldey og Ingibjörg fyrir V-lista óska bókað:

Fyrir liggur að byggðarráð Norðurþings samþykkti nýverið fyrirvaralaus kaup á slökkvibíl á Húsavík að andvirði 15 m.kr. Um er að ræða körfubíl sem er 5. bifreiðin til notkunar á slökkvistöðinni á Húsavík, auk þess sem stutt er í afhendingu nýs bíls að andvirði um 100 m.kr. Ágreiningur var í byggðaráði um kaupin á körfubílnum og meirihluti klofinn þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti. Umræddur körfubíll hefur þegar verið keyptur og afhentur í slökkvistöðina á Húsavík, áður en málið hefur komið fyrir sveitarstjórnarfund og þar með án samþykktar sveitarstjórnar og utan fjárhagsáætlunar.

Um er að ræða stjórnsýslu sem er óboðleg og gengur gegn samþykktum Norðurþings. Byggðarráði er óheimil fullnaðarafgreiða mála sem ganga gegn fjárhagsáætlun og tilgreina samþykktir sérstaklega að sé uppi ágreiningur um afgreiðslu beri sveitarstjórn að taka ákvörðun. Fráleitt er að ganga frá fjárfestingum af þessu tagi og fá eignir eða muni afhenta áður en ákvörðun hefur verið tekin.

Við þær efnhagsaðstæður sem fjölskyldufólk stendur frammi fyrir telja undirritaðar ófært að gjörningar af þessu tagi séu gerðir á kostnað sveitarsjóðs á sama tíma og leita þarf leiða til að draga úr skattlagningu á íbúa og fyrirtæki, t.d. í formi leikskólagjalda og fasteignaskatta. Sveitarstjórn og byggðarráð bera ábyrgð á fjárhag sveitarfélagsins og ber skylda til að fara vel með almannafé og nota það á skynsamlegan hátt.


Lagt fram.

10.Breyting deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 202311118Vakta málsnúmer

Á 184. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til að fallast á tillögu Gentle Giants um að fjarlægja Helguskúr af skipulagsuppdrættinum. Húsið stendur enn á þeim stað þar sem það er teiknað. Með vísan til ofangreindrar umsagnar stjórnar Hafnarsjóðs fellst skipulags- og framkvæmdaráð á að gert verði ráð fyrir lengingu tveggja flotbryggja um allt að 15 m í deiliskipulagi og felur skipulagsráðgjafa að breyta uppdrættinum til þess. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis verði samþykkt með þeirri breytingu að skipulagið heimili einnig allt að 15 m lengingu næstu flotbryggju norðan þeirrar sem gert er ráð fyrir að lengist í kynntri tillögu.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Saltvík Yggdrasill

Málsnúmer 202403075Vakta málsnúmer

Á 184. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Yggdrasil Carbon ehf verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir skógræktinni á grunni fyrirliggjandi gagna. Skipulagsfulltrúa verði falið að hafa eftirlit með að framkvæmdin sé í samræmi við framlögð gögn. Samþykkt með atkvæðum Soffíu og Eysteins. Birkir, Ingibjörg og Kristinn sitja hjá.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki, Helena og Ingibjörg sitja hjá.

12.Dimmuborgir ehf sækir um lóð að Fiskifjöru 5

Málsnúmer 202403098Vakta málsnúmer

Á 184. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fullnægjandi grein gerða fyrir byggingaráformum og leggur til við sveitarstjórn að Dimmuborgum verði úthlutað lóðinni að Fiskifjöru 5.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

13.Fjölskylduráð - 178

Málsnúmer 2402004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 178. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir liðum 4 "Ársskýrsla menningarsviðs 2023": Helena og Aldey.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

14.Fjölskylduráð - 179

Málsnúmer 2402010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 179. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Tónlistarhátíðin HnoðRi um páskana": Helena.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð - 180

Málsnúmer 2403003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 180. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 181

Málsnúmer 2403006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 181. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 182

Málsnúmer 2402005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 182. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 183

Málsnúmer 2402011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 183. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 184

Málsnúmer 2403004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 184. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Byggðarráð Norðurþings - 457

Málsnúmer 2402007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 457. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Byggðarráð Norðurþings - 458

Málsnúmer 2403001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 458. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Byggðarráð Norðurþings - 459

Málsnúmer 2403002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 459. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 4 "Áskorun til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga": Benóný.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 460

Málsnúmer 2403008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 460. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Orkuveita Húsavíkur ohf - 251

Málsnúmer 2402009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 251. fundar Orkuveitu Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.

25.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 20

Málsnúmer 2402008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 20. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

26.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 21

Málsnúmer 2403005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 21. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.