Tillaga frá slökkviliði Norðurþings vegna mannbjörgunar af hærri byggingum í Norðurþingi.
Málsnúmer 202402102
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 457. fundur - 29.02.2024
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Slökkviliði Norðurþings vegna kaupa á björgunartæki vegna lífbjörgunar af svölum efri hæða.
Sveitarstjórn Norðurþings - 143. fundur - 04.04.2024
Á 457. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Meirihluti byggðarráðs samþykkir kaup á körfubíl fyrir Slökkvilið Norðurþings með atkvæðum Hjálmars Boga og Áka. Hafrún greiðir atkvæði á móti. Áætlaður kostnaður við kaupin er 14,9 m.kr með vsk. á tækinu heim komið miðað við gengi dagsins.
Aldey og Ingibjörg óska eftir að sveitarstjórn taki málið til umræðu.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir kaup á körfubíl fyrir Slökkvilið Norðurþings með atkvæðum Hjálmars Boga og Áka. Hafrún greiðir atkvæði á móti. Áætlaður kostnaður við kaupin er 14,9 m.kr með vsk. á tækinu heim komið miðað við gengi dagsins.
Aldey og Ingibjörg óska eftir að sveitarstjórn taki málið til umræðu.
Til máls tóku: Ingibjörg, Hjálmar og Aldey.
Aldey og Ingibjörg fyrir V-lista óska bókað:
Fyrir liggur að byggðarráð Norðurþings samþykkti nýverið fyrirvaralaus kaup á slökkvibíl á Húsavík að andvirði 15 m.kr. Um er að ræða körfubíl sem er 5. bifreiðin til notkunar á slökkvistöðinni á Húsavík, auk þess sem stutt er í afhendingu nýs bíls að andvirði um 100 m.kr. Ágreiningur var í byggðaráði um kaupin á körfubílnum og meirihluti klofinn þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti. Umræddur körfubíll hefur þegar verið keyptur og afhentur í slökkvistöðina á Húsavík, áður en málið hefur komið fyrir sveitarstjórnarfund og þar með án samþykktar sveitarstjórnar og utan fjárhagsáætlunar.
Um er að ræða stjórnsýslu sem er óboðleg og gengur gegn samþykktum Norðurþings. Byggðarráði er óheimil fullnaðarafgreiða mála sem ganga gegn fjárhagsáætlun og tilgreina samþykktir sérstaklega að sé uppi ágreiningur um afgreiðslu beri sveitarstjórn að taka ákvörðun. Fráleitt er að ganga frá fjárfestingum af þessu tagi og fá eignir eða muni afhenta áður en ákvörðun hefur verið tekin.
Við þær efnhagsaðstæður sem fjölskyldufólk stendur frammi fyrir telja undirritaðar ófært að gjörningar af þessu tagi séu gerðir á kostnað sveitarsjóðs á sama tíma og leita þarf leiða til að draga úr skattlagningu á íbúa og fyrirtæki, t.d. í formi leikskólagjalda og fasteignaskatta. Sveitarstjórn og byggðarráð bera ábyrgð á fjárhag sveitarfélagsins og ber skylda til að fara vel með almannafé og nota það á skynsamlegan hátt.
Lagt fram.
Aldey og Ingibjörg fyrir V-lista óska bókað:
Fyrir liggur að byggðarráð Norðurþings samþykkti nýverið fyrirvaralaus kaup á slökkvibíl á Húsavík að andvirði 15 m.kr. Um er að ræða körfubíl sem er 5. bifreiðin til notkunar á slökkvistöðinni á Húsavík, auk þess sem stutt er í afhendingu nýs bíls að andvirði um 100 m.kr. Ágreiningur var í byggðaráði um kaupin á körfubílnum og meirihluti klofinn þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti. Umræddur körfubíll hefur þegar verið keyptur og afhentur í slökkvistöðina á Húsavík, áður en málið hefur komið fyrir sveitarstjórnarfund og þar með án samþykktar sveitarstjórnar og utan fjárhagsáætlunar.
Um er að ræða stjórnsýslu sem er óboðleg og gengur gegn samþykktum Norðurþings. Byggðarráði er óheimil fullnaðarafgreiða mála sem ganga gegn fjárhagsáætlun og tilgreina samþykktir sérstaklega að sé uppi ágreiningur um afgreiðslu beri sveitarstjórn að taka ákvörðun. Fráleitt er að ganga frá fjárfestingum af þessu tagi og fá eignir eða muni afhenta áður en ákvörðun hefur verið tekin.
Við þær efnhagsaðstæður sem fjölskyldufólk stendur frammi fyrir telja undirritaðar ófært að gjörningar af þessu tagi séu gerðir á kostnað sveitarsjóðs á sama tíma og leita þarf leiða til að draga úr skattlagningu á íbúa og fyrirtæki, t.d. í formi leikskólagjalda og fasteignaskatta. Sveitarstjórn og byggðarráð bera ábyrgð á fjárhag sveitarfélagsins og ber skylda til að fara vel með almannafé og nota það á skynsamlegan hátt.
Lagt fram.
Aldey óskar bókað; Ekki er gert ráð fyrir kaupum á björgunartæki í fjárhagsáætlun Norðurþings árið 2024. Eðlilegast væri að finna slíkum kaupum farveg í fjárhagsáætlunargerð 2025 líkt og gert er í öðrum málum sem koma óvænt upp og er því undirrituð mótfallin kaupunum.
Áki og Hjálmar Bogi óska bókað;
Undirritaðir telja skynsamlegt að ganga að þessum kaupum samhliða uppbyggingu í samfélaginu. Um er að ræða tæki til framtíðar sem hefði þurft að kaupa á einhverjum tímapunkti. Það er óraunhæft að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 enda um tilboð að ræða sem gildir núna.