Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

452. fundur 04. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Benóný Valur Jakobsson
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Rebekka Ásgeirsdóttir sat fundinn í fjarfundi.

Undir lið nr. 3, sat fundinn Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði.

Undir lið nr. 4, sátu fundinn Björn Víkingur Björnsson og Benedikt Kristjánsson frá Fjallalambi hf.

1.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í desember 2023 og rekstur Norðurþings fyrstu 11 mánuði 2023.
Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202312114Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2023.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2023.

3.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um stöðu vinnu við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.

Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, kemur á fund byggðarráðs og fer yfir áætlunina eins og hún lítur út núna.
Byggðarráð þakkar Katli Gauta fyrir komuna á fundinn.

Ráðið mun taka áætlunina til lokaafgreiðslu á næsta fundi sínum.

4.Hlutafjárloforð til hluthafa í Fjallalambi hf

Málsnúmer 202312095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur hlutafjárloforð til hluthafa í Fjallalambi hf. sem hafa forkaupsrétt á fölum hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína.

Björn Víkingur Björnsson og Benedikt Kristjánsson frá Fjallalambi hf. fara yfir stöðu og horfur félagsins.
Byggðarráð þakkar þeim Birni Víkingi og Benedikt fyrir komuna á fundinn.

Ráðið mun taka málið upp að nýju á næstu vikum.

5.Umsókn um rekstrarstyrk til kvennaathvarfsins á Norðurlandi

Málsnúmer 202312084Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Samtökum um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins á Akureyri fyrir árið 2024, alls 2,8 milljónir króna.

Samkvæmt útreikningum er hlutur Norðurþings 277.056 kr.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Samtök um kvennaathvarf um 277.056 kr. árið 2024 til að mæta húsnæðiskostnaði athvarfsins á Akureyri.

6.Uppgjör Norðurþings vegna sjúkrasjóðs Framsýnar

Málsnúmer 202312112Vakta málsnúmer

Við endurskoðun hjá stéttarfélaginu Framsýn kom í ljós að Norðurþing hefur verið að skila of lágu gjaldi í sjúkrasjóð Framsýnar frá 1. janúar 2020 og allt fram á árið 2023.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá uppgjöri við stéttarfélagið Framsýn vegna framlags sveitarfélagsins í sjúkrasjóð stéttarfélagsins.

7.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum.

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum vekja athygli sveitarfélaga á umsögn SSKS um frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum (raforkuöryggi), 348. mál.
Byggðarráð tekur undir umsögn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

8.Frumvarp til laga um lagareldi í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202312052Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að umsögn Norðurþings en búið er að framlengja umsagnarfrest til 10. janúar.

Einnig liggur fyrir til kynningar fundargerð 77. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga en stjórnin hvetur aðildarsveitarfélög sín til að skoða vel frumvarpið og sjávarútvegsstefnu og veita við það umsagnir.
Byggðarráð Norðurþings gerir athugasemdir við að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin við Eyjafjörð og Öxarfjörð við vinnslu frumvarpsins né hafi frumvarpið verið sent sveitarfélögunum til umsagnar. Friðun hafsvæða og lögfesting þess er mjög stór ákvörðun og eðlilegt að byggðarlögin sem verða fyrir mestu áhrifum frumvarpsins og íbúar þeirra komi að umræðunni um friðun.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn við frumvarpsdrögin í samræmi við umræður á fundinum.

9.Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg

Málsnúmer 202312053Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að umsögn Norðurþings en búið er að framlengja umsagnarfrest til 10. janúar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn við frumvarpsdrögin í samræmi við umræður á fundinum.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir HNE 2023

Málsnúmer 202302054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 233. fundar HNE frá 13. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir SSNE 2023

Málsnúmer 202301067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar SSNE; 56. fundur 1. nóvember, 57. fundur 29. nóvember og 58. fundur 6. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Vík hses.fundargerðir 2023

Málsnúmer 202306013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá fundi hjá Vík h.s.e.s. haldinn 12. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.