Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

453. fundur 11. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:12 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Aldey Unnar Traustadóttir
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1 og 2, sat fundinn Grímur Kárson slökkviliðsstjóri.

1.Greining á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi

Málsnúmer 202303023Vakta málsnúmer

Slökkvilið Norðurþings hefur unnið greiningu á áhættu- og áfallaþoli sveitarfélagsins. Þar eru teknir saman allir þeir helstu þætti sem taldir eru geta ógnað starfsemi og innviðum sveitarfélagsins s.b.r. 15. grein laga um almannavarnir nr. 82/2008.
Í greiningunni er reynt að leggja mat á áhættu- og áfallaþol sveitarfélagsins bæði hvað varðar líkur á að atburðir verði, sem og þeirri viðkvæmni sem samfélagið verði fyrir komi til stóráfalla af völdum þeirra.

Grímur Kárson slökkviliðsstjóri kemur á fundinn og fer yfir greininguna.
Byggðarráð þakkar Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra fyrir komuna á fundinn, góða vinnu og yfirferð á greiningunni.

2.Ársskýrsla slökkviliðs Norðurþings 2023

Málsnúmer 202401022Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársskýrsla slökkviliðs Norðurþings vegna ársins 2023.

Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kemur á fundinn og kynnir skýrsluna.
Byggðarráð þakkar Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra fyrir komuna á fundinn og kynningu á ársskýrslu slökkviliðsins vegna ársins 2023.

3.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til samþykktar húsnæðisáætlun Norðurþings vegna ársins 2024.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Norðurþings vegna ársins 2024 og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024

Málsnúmer 202312116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling. Viðmiðunarfjárhæðir hækka um 8% á milli ára í samræmi við vísitölu.

Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 4.122.981.- veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 4.122.981.- til 4.923.015.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 4.923.015. til 6.403.779.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 6.403.779.- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 7.844.775.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 7.844.775.- til 8.644.779.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 8.644.779.- til 9.605.084.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 9.605.084.- króna veita engan afslátt.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Stofnun eignarhaldsfélags í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 202305009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samrunaskrá Fjárfestingarfélags Þingeyinga hf.
Byggðarráð Norðurþings samþykktir að Norðurþing auki hlut sinn í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf.
Hlutafjáraukningin verður greidd með hlutabréfum sveitarfélagsins í Fjallalambi hf.,Seljalaxi hf. og stofnfjárbréfum þess í Sparisjóði Suður Þingeyinga og miðast virði hluta við bókfært verð í ársreikningi 2023. Skilyrði þess að áfram verði unnið að málinu er að Byggðastofnun komi að félaginu og eigi allt að 39% hlut í því.

6.Rekstur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að staðfesta að Norðurþing hafi óbreytta fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins á árinu 2024. Fyrirgreiðsla hefur verið 100 m.kr í formi yfirdráttar á veltureikningi.
Byggðarráð samþykkir óbreytta heimild til fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins að upphæð 100 m.kr.

7.Beiðni um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Pakkhúsinu á Kópaskeri

Málsnúmer 202401012Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn um tækifærisleyfi.

Umsækjandi: Árdís Hrönn Jónsdóttir, kt. 070986-2649, Núpur, 671 Kópaskeri.
Ábyrgðarmaður: Árdís Hrönn Jónsdóttir, kt. 070986-2649, Núpur, 671 Kópaskeri.
Staðsetning skemmtanahalds: Pakkhúsið, Bakkagata 12, Kópaskeri.
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót Kópaskers og nærsveita
Áætlaður gestafjöldi: 150. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 27. janúar 2024 frá kl. 19:00 til kl. 03:00 aðfaranótt 28. janúar
2024.
Helstu dagskráratriði: matur, skemmtiatriði og dansleikur með „í góðu lagi“
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

8.Beiðni um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Skúlagarði

Málsnúmer 202401020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn um tækifærisleyfi.

Umsækjandi: Fógeti ehf., kt. 640323-0940, Ketilsbraut 20, 640 Húsavík.
Ábyrgðarmaður: Egill Bjarnason, kt. 130288-2439, Ketilsbraut 20, 640 Húsavík.
Staðsetning skemmtanahalds: Hótel Skúlagarður, 671 Kópasker
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót í Kelduhverfi
Áætlaður gestafjöldi: 190. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 16 ára aldri
Tímasetning viðburðar: 3. febrúar 2024 frá kl. 19:30 til kl. 03:00 aðfaranótt 4. febrúar
2024.
Helstu dagskráratriði: borðhald, skemmtiatriði og dansleikur
Eftirlit viðburðar:
- Hver er áætlaður fjöldi dyravarða? 4
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

9.Beiðni um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Hnitbjörgum Raufarhöfn

Málsnúmer 202401025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn um tækifærisleyfi.

Umsækjandi: Kristín Þormar Pálsdóttir, kt. 280971-2949, Miðás 3, 675 Raufarhöfn.
Ábyrgðarmaður: Kristín Þormar Pálsdóttir, kt. 280971-2949, Miðás 3, 675 Raufarhöfn.
Staðsetning skemmtanahalds: Félagsheimilið Hnitbjörg, 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót Raufarhafnar
Áætlaður gestafjöldi: 200. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri
Tímasetning viðburðar: 10. febrúar 2024 frá kl. 20:00 til kl. 03:00 aðfaranótt 11. febrúar
2024.
Helstu dagskráratriði: matur, skemmtiatriði, dansleikur
Eftirlit viðburðar:
- Hver er áætlaður fjöldi dyravarða? 3
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

10.Beiðni um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahöllinni á Húsavík

Málsnúmer 202401030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn um tækifærisleyfi.

Umsækjandi: Kristján Örn Sævarsson, kt. 070774-5859, Árholt 8, 640 Húsavík.
Ábyrgðarmaður: Kristján Örn Sævarsson, kt. 070774-5859, Árholt 8, 640 Húsavík.
Staðsetning skemmtanahalds: íþrótthöllin á Húsavík, 640 Húsavík.
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót á Húsavík
Áætlaður gestafjöldi: 500. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri
Tímasetning viðburðar: 20. janúar 2024 frá kl. 19:30 til kl. 03:00 aðfaranótt 21. janúar 2024.
Helstu dagskráratriði: matur, skemmtiatriði, dansleikur.
Eftirlit viðburðar:
- Hver er áætlaður fjöldi dyravarða? 5
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

11.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur; Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:12.