Greining á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi
Málsnúmer 202303023
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 423. fundur - 09.03.2023
Fyrir byggðarráði liggur kynning slökkviliðsstjóra:
Slökkviliðsstjóri hefur verið að kanna vinnu við greiningu á áhættu- og áfallaþoli í Norðurþingi sbr. 16.gr. laga nr. 82. frá 12. júní 2008.
Með fundarboði fylgir minnisblað með upplýsingum um hvað felst í slíkri vinnu og áætlaður kostnaður m.v. aðkeypta þjónustu til verksins.
Slökkviliðsstjóri hefur verið að kanna vinnu við greiningu á áhættu- og áfallaþoli í Norðurþingi sbr. 16.gr. laga nr. 82. frá 12. júní 2008.
Með fundarboði fylgir minnisblað með upplýsingum um hvað felst í slíkri vinnu og áætlaður kostnaður m.v. aðkeypta þjónustu til verksins.
Byggðarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á málinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og tekur málið aftur upp í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar síðar á árinu.
Byggðarráð Norðurþings - 453. fundur - 11.01.2024
Slökkvilið Norðurþings hefur unnið greiningu á áhættu- og áfallaþoli sveitarfélagsins. Þar eru teknir saman allir þeir helstu þætti sem taldir eru geta ógnað starfsemi og innviðum sveitarfélagsins s.b.r. 15. grein laga um almannavarnir nr. 82/2008.
Í greiningunni er reynt að leggja mat á áhættu- og áfallaþol sveitarfélagsins bæði hvað varðar líkur á að atburðir verði, sem og þeirri viðkvæmni sem samfélagið verði fyrir komi til stóráfalla af völdum þeirra.
Grímur Kárson slökkviliðsstjóri kemur á fundinn og fer yfir greininguna.
Í greiningunni er reynt að leggja mat á áhættu- og áfallaþol sveitarfélagsins bæði hvað varðar líkur á að atburðir verði, sem og þeirri viðkvæmni sem samfélagið verði fyrir komi til stóráfalla af völdum þeirra.
Grímur Kárson slökkviliðsstjóri kemur á fundinn og fer yfir greininguna.
Byggðarráð þakkar Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra fyrir komuna á fundinn, góða vinnu og yfirferð á greiningunni.
Byggðarráð Norðurþings - 454. fundur - 25.01.2024
Fyrir byggðarráði liggur frá slökkviliðsstjóra Norðurþings endanleg greining á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi.
Byggðarráð vísar greiningu á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024
Á 454. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar greiningu á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi til staðfestingar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar greiningu á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hafrún, Eiður, Helena og Katrín.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.