Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

142. fundur 22. febrúar 2024 kl. 13:00 - 14:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun á samþykkt Norðurþings um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Á 455. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir uppfærð drög að samþykkt um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings ásamt formi af erindisbréfi fyrir starfshópa og vísar því til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktina ásamt formi af erindisbréfi.

2.í Samráðsgátt reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Málsnúmer 202402066Vakta málsnúmer

Í samráðsgátt stjórnvalda er frá Matvælaráðuneytinu til samráðs og umsagnar drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu, mál S-3/2024.

Umsagnarfrestur er til 22. febrúar 2024.
Til máls tóku: Katrín og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn og felur sveitarstjóra að senda umsögnina inn í samráðsgátt.

Drög að þessari reglugerð voru áður í samráðsgátt haustið 2021. Fjölmargar umsagnir bárust þá um málið og mikil gagnrýni. Þeim athugasemdum ber að halda til haga. Í upphafi vill sveitarstjórn kanna; hvernig á að bregðast við þeim athugasemdum sem munu koma fram? Enda hafa drögin að reglugerðinni tekið litlum breytingum frá því að hún var síðast lögð fram. Skort hefur á samráð að hálfu löggjafans við hagsmunaaðila. Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir athugasemdir Bændasamtaka Íslands um málið.
Sveitarstjórn Norðurþings fagnar því að ekki sé ætlunin að ganga á auðlindir landsins en taka verður fram að markmið og viðmið eru óljós. Þá skortir rannsóknir á áhrifum beitar á landið og finna þarf nýtt kerfi til að meta ástand þess samhliða skilvirkari aðferðum við beitarstýringu.
Drögin ganga út á að hnignun eigi sér alls staðar stað en væri ákjósanlegra að fjalla um beitarframboð og nýtingu eins og bændur hafa bent á. Enga mælikvarða má finna í drögunum hvort land sé í jafnvægi eða framför. Það er engu að síður fagnaðarefni að sett séu viðmið um ástand lands (sem þarf að rannsaka betur) og aðstoð veitt til úrbóta (sem er óljóst hvernig á að framkvæma og greiða fyrir).
Hugtök á borð við vistgeta og sjálfbærni og umfjöllun um gróður í 600 m hæð yfir sjávarmáli eru matskennd atriði sem gera ekki annað en að verða einhver ókleifur sokkinn óskilgreindur kostnaður sem varpað verður á sveitarfélög og bændur án þess að afurðin sé ljós í upphafi og að árangri verði náð á nokkrum vettvangi umfram það sem er í dag.
Í viðauka I kemur fram að í ljósi óhagstæðra vaxtarskilyrða og viðkvæmra aðstæðna ætti jafnframt að takmarka eins og kostur er að nýta til beitar land ofan 600 m hæð yfir sjávarmáli eða í yfir 30° halla. Sveitarstjórn Norðurþings varar við því að setja inn í reglugerð slík stöðluð viðmið sem takmarka verulega nýtingu bænda á sínum heimalöndum eða skilgreindum afréttum burtséð frá ástandi viðkomandi landsvæðis.
Það þarf ekki að fara langt til að skoða illa gróið land sem hefur verið friðað fyrir beit í áraraðir, friðað fyrir landgræðslu jafnframt, þar sem engin gróðurframvinda er. Gróðurframvindu er helst að finna þar sem fara saman hagsmunir lands og þeirra sem nýta það. Bændur hafa lengi unnið að landgræðslu á eigin kostnað, fyrir utan stuðning við áburðar- og frækaup, ekkert greitt fyrir vinnuframlag.
Fjallað er um mikilvægi þess að girða valin svæði af. Því vaknar sú spurning; hver greiðir fyrir þá framkvæmd? Sömuleiðis þarf að kostnaðarmeta þær kvaðir sem drögin kveða á um og þá hverjum ber að greiða fyrir, s.s. gróður- og jarðvegsvernd, eflingu og endurheimt vistkerfa. Í mörgum skógræktarsamningum er kveðið á um girðingu umhverfis skógræktina en hlutverkinu hefur víða verið snúið við og kvöðin sett á bændur að girða svo fé komist ekki í skógræktina.
Landbúnaður og störf tengd honum eru mjög mikilvæg í Norðurþingi. Vegið er að grundvelli sauðfjárbúskapar á stórum svæðum í Norðurþingi í drögunum. Enda ekki hægt að uppfylla þau óljósu skilyrði sem kveðið er á um. Því þarf að ná fram betri skilningi um málið og sátt. Þá fylgir ekki mat ráðherra á áhrifum reglugerðarinnar á landbúnað og störf honum tengdum né á sveitarfélög kostnaðarlega vegna eftirlits með ástandi lands og nýtingu sbr. 11. gr.
Skilgreiningin á sjálfbærni er þríþætt, þ.e. umhverfisleg, félagsleg og efnahagsleg sjálfbærni. Drögin taka hvorki á efnahags- né félagslegum þáttum. Félagslega má gjarnan líta til byggðaröskunar sem verður af þessum kröfum, þar sem sum svæði landsins byggjast að mestu upp á sauðfjárrækt. Að kippa búsetumöguleikum undan stórum hópi fólks í dreifðum byggðum vinnur hreinlega beint gegn félagslegri sjálfbærni landsins alls svo ekki sé talað um fæðuöryggi þjóðar.
Að framansögðu hvetur sveitarstjórn Norðurþing til þess að málið verði tekið upp í víðtækara samráði, það kostnaðarmetið og hugtök skilgreind með rannsóknir að leiðarljósi.

3.Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup könnun

Málsnúmer 202310010Vakta málsnúmer

Á 455. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar niðurstöðum könnunarinnar til sveitarstjórnar og til birtingar á vef sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Hjálmar, Hafrún og Helena.

Lagt fram til kynningar.

4.Skólamötuneyti Húsavíkur - Ósk um viðauka

Málsnúmer 202401088Vakta málsnúmer

Á 455. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að fjárhæð 4.864.537 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðauka.

5.Greining á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi

Málsnúmer 202303023Vakta málsnúmer

Á 454. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar greiningu á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hafrún, Eiður, Helena og Katrín.

Samþykkt samhljóða.

6.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfshópur um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn

Málsnúmer 202312034Vakta málsnúmer

Á 177. fundi fjölskylduráð var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að farin verði leið 1A úr skýrslu starfshóps um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn. Leiðin felur í sér að auglýst verði þrjú stöðugildi fagmenntaðs starfsfólks til að sinna skólastjórn og kennslu. Ráðið leggur jafnframt til að náist ekki að ráða í auglýstar stöður og uppfylla lagalegar skyldur um mönnun fagfólks í grunnskóla verði farin leið 3, Grunnskóla Raufarhafnar lokað og nemendum ekið í Lund frá og með hausti 2024. Ráðið felur fræðslufulltrúa að auglýsa eftir starfsfólki samkvæmt framangreindu. Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir greinargóða skýrslu.

Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi M lista óskar bókað: M-Listinn harmar þá stöðu sem komin er upp í Grunnskóla Raufarhafnar. Fulltrúinn vill hvetja meirihlutann til að auglýsa aftur eftir fagfólki og tryggja þannig barnafólki á Raufarhöfn aðgang að skólaþjónustu á Raufarhöfn. Fulltrúinn telur ekki fullreynt að halda úti skólastarfi.
Til máls tóku: Helena og Áki.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu fjölskylduráðs.

7.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer

Á 177. fundi fjölskylduráðs 13. febrúar 2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur samhljóða.

8.Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi til að bora eftir vatni í landi Húsavíkur.

Málsnúmer 202402036Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi til að bora allt að 10 hitastigulsholur í landi Húsavíkur og Saltvíkur. Tilgangur holanna er jarðhitarannsóknir. Horft er til þess að holur verði 60-90 m djúpar, en þó er mögulegt að farið verði niður í allt að 150 m dýpi ef tilefni telst til. Með erindi fylgir hugmynd að staðsetningu tveggja hola norðan Húsavíkur og fjögurra hola í landi Saltvíkur. Staðsetning holanna tekur mið af því að auðvelt verði að koma tækjum að og frá borstað.

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Orkuveitu Húsavíkur verði heimilaðar boranir.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og að fengnu samþykki auglýsa tillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða kynningu breytingar aðalskipulags.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047Vakta málsnúmer

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftifarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fyrir fundinn.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

12.Umsókn um stofnun tveggja lóða í landi Laufáss

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt og að þær fái heitin Laufás II og Laufás III.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

13.Saltvík Yggdrasill breytt afmörkun lóðar

Málsnúmer 202402029Vakta málsnúmer

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun skógræktarlands Saltvík Yggdrasill verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.
Ingibjörg Benediktsdóttir og Birkir Freyr Stefánsson sitja hjá.

Ingibjörg Benediktsdóttir óskar bókað:
Umrætt svæði er að mestu vel gróið mólendi sem á sér nú sí færri hliðstæður í landi Norðurþings. Tvær vísindastofnanir hafa bent á að skoða önnur svæði til skógræktar og bjóðast báðar til að aðstoða sveitarfélagið við hentugra val. Það þarf að finna skógræktinni stað þar sem öruggt er að hún hafi ekki áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og taka ætti skipulag skógræktar upp í aðalskipulagsvinnu.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki, Helena og Ingibjörg sátu hjá.

14.Byggðarráð Norðurþings - 454

Málsnúmer 2401006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 454. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Byggðarráð Norðurþings - 455

Málsnúmer 2401010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 455. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 456

Málsnúmer 2402001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 456. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 174

Málsnúmer 2401003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 174. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð - 175

Málsnúmer 2401008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 175. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 4 "17. júní - 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands": Helena, Hjálmar og Soffía.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð - 176

Málsnúmer 2401011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 176. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð - 177

Málsnúmer 2402002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 177. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 179

Málsnúmer 2401004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 179. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 180

Málsnúmer 2401009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 180. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Skipulags- og framkvæmdaráð - 181

Málsnúmer 2402003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 181. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 19

Málsnúmer 2401007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 19. fundar stjórn hafnasjóðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa": Eiður og Hafrún.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:35.