Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - Starfshópur um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn

Málsnúmer 202312034

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 176. fundur - 06.02.2024

Skýrsla starfshóps um enduskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn er lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð mun halda áfram umfjöllun um málið á næsta fundi sínum.
Fræðslufulltrúa er falið að kynna efni skýrslunar fyrir foreldrum.

Fjölskylduráð - 177. fundur - 13.02.2024

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að farin verði leið 1A úr skýrslu starfshóps um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn.
Leiðin felur í sér að auglýst verði eftir þrjú stöðugildi fagmenntaðs starfsfólks til að sinna skólastjórn og kennslu.
Ráðið leggur jafnframt til að náist ekki að ráða í auglýstar stöður og uppfylla lagalegar skyldur um mönnun fagfólks í grunnskóla verði farin leið 3, Grunnskóla Raufarhafnar lokað og nemendum ekið í Lund frá og með hausti 2024.

Ráðið felur fræðslufulltrúa að auglýsa eftir starfsfólki samkvæmt framangreindu.

Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir greinargóða skýrslu.

Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi M lista óskar bókað:
M-Listinn harmar þá stöðu sem komin er upp í Grunnskóla Raufarhafnar.
Fulltrúinn vill hvetja meirihlutann til að auglýsa aftur eftir fagfólki og tryggja þannig barnafólki á Raufarhöfn aðgang að skólaþjónustu á Raufarhöfn.
Fulltrúinn telur ekki fullreynt að halda úti skólastarfi.



Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024

Á 177. fundi fjölskylduráð var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að farin verði leið 1A úr skýrslu starfshóps um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn. Leiðin felur í sér að auglýst verði þrjú stöðugildi fagmenntaðs starfsfólks til að sinna skólastjórn og kennslu. Ráðið leggur jafnframt til að náist ekki að ráða í auglýstar stöður og uppfylla lagalegar skyldur um mönnun fagfólks í grunnskóla verði farin leið 3, Grunnskóla Raufarhafnar lokað og nemendum ekið í Lund frá og með hausti 2024. Ráðið felur fræðslufulltrúa að auglýsa eftir starfsfólki samkvæmt framangreindu. Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir greinargóða skýrslu.

Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi M lista óskar bókað: M-Listinn harmar þá stöðu sem komin er upp í Grunnskóla Raufarhafnar. Fulltrúinn vill hvetja meirihlutann til að auglýsa aftur eftir fagfólki og tryggja þannig barnafólki á Raufarhöfn aðgang að skólaþjónustu á Raufarhöfn. Fulltrúinn telur ekki fullreynt að halda úti skólastarfi.
Til máls tóku: Helena og Áki.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð - 180. fundur - 19.03.2024

Í kjölfar auglýsinga þar sem auglýst var laust til umsóknar fullt stöðugildi skólastjóra og eitt og hálft stöðugildi kennara hefur nú verið ráðið í stöðu skólastjóra og eitt stöðugildi kennara. Umsóknarfrestur um hálft stöðugildi kennara hefur verið framlengdur til 18. mars en berist ekki umsóknir hæfra umsækjenda verður nýjum skólastjóra falið að leita leiða til að manna stöðuna.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með ráðningar við Grunnskóla Raufarhafnar og býður nýtt starfsfólk velkomið til starfa.