Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfshópur um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn
Málsnúmer 202312034Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að farin verði leið 1A úr skýrslu starfshóps um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn.
Leiðin felur í sér að auglýst verði eftir þrjú stöðugildi fagmenntaðs starfsfólks til að sinna skólastjórn og kennslu.
Ráðið leggur jafnframt til að náist ekki að ráða í auglýstar stöður og uppfylla lagalegar skyldur um mönnun fagfólks í grunnskóla verði farin leið 3, Grunnskóla Raufarhafnar lokað og nemendum ekið í Lund frá og með hausti 2024.
Ráðið felur fræðslufulltrúa að auglýsa eftir starfsfólki samkvæmt framangreindu.
Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir greinargóða skýrslu.
Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi M lista óskar bókað:
M-Listinn harmar þá stöðu sem komin er upp í Grunnskóla Raufarhafnar.
Fulltrúinn vill hvetja meirihlutann til að auglýsa aftur eftir fagfólki og tryggja þannig barnafólki á Raufarhöfn aðgang að skólaþjónustu á Raufarhöfn.
Fulltrúinn telur ekki fullreynt að halda úti skólastarfi.
Leiðin felur í sér að auglýst verði eftir þrjú stöðugildi fagmenntaðs starfsfólks til að sinna skólastjórn og kennslu.
Ráðið leggur jafnframt til að náist ekki að ráða í auglýstar stöður og uppfylla lagalegar skyldur um mönnun fagfólks í grunnskóla verði farin leið 3, Grunnskóla Raufarhafnar lokað og nemendum ekið í Lund frá og með hausti 2024.
Ráðið felur fræðslufulltrúa að auglýsa eftir starfsfólki samkvæmt framangreindu.
Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir greinargóða skýrslu.
Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi M lista óskar bókað:
M-Listinn harmar þá stöðu sem komin er upp í Grunnskóla Raufarhafnar.
Fulltrúinn vill hvetja meirihlutann til að auglýsa aftur eftir fagfólki og tryggja þannig barnafólki á Raufarhöfn aðgang að skólaþjónustu á Raufarhöfn.
Fulltrúinn telur ekki fullreynt að halda úti skólastarfi.
2.Ósk um samstarfssamning við Aflið
Málsnúmer 202312070Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um erindi Aflsins þar sem óskað er eftir samstarfssamning við sveitarfélagið vegna starfsemi Aflsins í Norðurþingi.
Ráðið er jákvætt fyrir því að gera samstarfssamning við Aflið.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að eiga samtal við Aflið og þau sveitarfélög sem Norðurþing þjónustar um félagsþjónustu um sameiginlegan samstarfssamning sveitarfélaganna við Aflið.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að eiga samtal við Aflið og þau sveitarfélög sem Norðurþing þjónustar um félagsþjónustu um sameiginlegan samstarfssamning sveitarfélaganna við Aflið.
3.Reglur um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð skv. vísitölu neysluverðs í janúar 2024.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
4.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi 2022-2026
Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð 3. fundar notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.
5.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024
Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer
Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar 629. mál Barnaverndarlög (endurgreiðslur)
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.
6.Afreks og viðurkenningarsjóður 2023
Málsnúmer 202401021Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til endurskoðunar reglur um afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Ráðið telur þörf á frekari endurskoðun á reglum afreks- og viðurkenningarsjóðs samhliða áframhaldandi vinnu við stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum og í uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Málið verður áfram til umfjöllunar í ráðinu á næstu vikum.
Málið verður áfram til umfjöllunar í ráðinu á næstu vikum.
7.Sumarfrístund starfsemi 2024
Málsnúmer 202402016Vakta málsnúmer
Vinna er hafin við dagskrá sumarfrístundar á Húsavík sumarið 2024. Til kynningar er almennt fyrirkomulag starfsins.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna viðbótarkostnað við rekstur sumarfrístundar vegna hádegisopnunar.
8.Vinnuskóli Norðurþings 2024
Málsnúmer 202402019Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar starfsemi vinnuskóla Norðurþings sumarið 2024.
Lagt fram til kynningar.
9.Aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs
Málsnúmer 202209071Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar fundargerðir afmælisnefndar Völsungs og kynning á starfi þeirra hingað til.
Lagt fram til kynningar.
10.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024
Málsnúmer 202402017Vakta málsnúmer
Leikfélag Húsavíkur sækir um 100.000 kr styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings vegna leiklistarnámskeiðs fyrir börn og unglinga í tengslum við uppsetningu verksins Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Leikfélag Húsavíkur um 100.000 krónur.
Fundi slitið - kl. 11:10.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 6-9.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 10.
Þar sem hvorki áheyrnarfulltrúi M lista né varamaður áheyrnarfulltrúa gátu mætt á fundinn sat Áki Hauksson oddviti M lista fundinn undir lið 1 í þeirra stað með áheyrn.