Fara í efni

Vinnuskóli Norðurþings 2024

Málsnúmer 202402019

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 177. fundur - 13.02.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar starfsemi vinnuskóla Norðurþings sumarið 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 178. fundur - 27.02.2024

Undirbúningur við vinnuskóla Norðurþings er hafinn. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir fyrirhugaða starfsemi sumarsins og fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um laun vinnuskólans sumarið 2024.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsemi vinnuskóla Norðurþings fyrir komandi sumar.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi laun starfsmanna vinnuskóla:
Ungmennni fædd 2009 - 1.197 kr. klst, vinnutími samtals 5 vikur
Ungmenni fædd 2010 - 931 kr. klst, vinnutími samtals 4 vikur
Ungmenni fædd 2011 - 665 kr. klst, vinnutími samtals 3 vikur

Launataxtar eru reiknaðir út í hlutfalli út frá launaflokki 117 í kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er í gildi frá 1.október 2023 til 31.mars 2024.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa starfsemi vinnuskólans á komandi sumri og vinna málið áfram.

Fjölskylduráð - 194. fundur - 10.09.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um starfsemi vinnuskólans í sveitarfélaginu sumarið 2024.
Lagt fram til kynningar.