Fara í efni

Fjölskylduráð

194. fundur 10. september 2024 kl. 08:30 - 11:55 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir frá M lista kom á fundinn kl. 8:54.

Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.
Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 4-6.
Tinna Ósk Óskarsdóttir forstöðumaður í málefnum barna og fjölskyldna sat fundinn undir lið 4-6.
Sigrún Edda Kristjánsdóttir verkefnastjóri í velferðarúrræðum sat fundinn undir liðum 4-5.
Fanney Hreinsdóttir umsjónarmaður með félagslegri heimaþjónustu sat fundinn undir lið 6.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 6-8.

Guðrún Huld Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Mærudaga 2024 sat fundinn í fjarfundi undir lið 1.

1.Mærudagar 2024 - 2026

Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer

Skýrsla Fjölumboðs vegna Mærudaga 2024 ásamt skýrslu fjölmenningarfulltrúa.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu Huld fyrir kynninguna á skýrslu um Mærudaga.

Fjölskylduráð óskar eftir því að framkvæmdaraðili sendi Norðurþingi fjárhagsuppgjör hátíðarinnar líkt og kveðið er á um í núverandi samningi. Þessar upplýsingar eru afar mikilvægar fyrir sveitarfélagið sem eiganda og framkvæmdaaðila hátíðarinnar.



2.Beiðni um að breyta dagsetningu Mærudagshátíðar

Málsnúmer 202408067Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð þarf að taka til athugunar beiðni um breytingu á dagsetningu Mærudagshátíðar.
Fjölskylduráð þakkar Steingrími K. Erni Eyþórssyni fyrir erindið. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að kanna hvort aðrar dagsetningar komi til greina fyrir hátíðina.

3.Endurskoðun reglna fyrir listamann Norðurþings

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Drög að breytingu á reglum listamannastyrkja Norðurþings eru lögð fyrir fjölskylduráð til umfjöllunar.
Fjölskylduráð samþykkir áorðnar breytingar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202409005Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202409006Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

6.Frístundastyrkur eldri borgara í Norðurþingi

Málsnúmer 202409014Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað félagsmálastjóra um frístundastyrk eldri borgara.
Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í öldungaráði Norðurþings.

7.Vinnuskóli Norðurþings 2024

Málsnúmer 202402019Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um starfsemi vinnuskólans í sveitarfélaginu sumarið 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Tækjakaup á íþrótta- og tómstundasviði

Málsnúmer 202408031Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um tækjakaup á sviðinu.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að keypt verði tæki til að sinna umhirðu um knattspyrnuvelli samkvæmt minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa.

9.Skólamötuneyti - Starfsreglur

Málsnúmer 202111035Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar starfsreglur skólamötuneyta Norðurþings í kjölfar ákvörðunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur skólamötuneytis og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

10.Gjaldskrár velferðarsviðs 2025

Málsnúmer 202406021Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um gjaldskár velferðarsviðs 2025.
Fjölskylduráð vísar gjaldskránni til áframhaldandi umræðu um fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 11:55.