Gjaldskrár velferðarsviðs 2025
Málsnúmer 202406021
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 189. fundur - 18.06.2024
Fjölskylduráð byrjar yfirferð sína yfir gjaldskrár sviðsins fyrir árið 2025.
Ráðið mun halda áfram á næsta fundi umfjöllun um gjaldskrár sviðsins 2025.
Fjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um gjaldskrár velferðarsviðs 2025.
Undirrituð leggur til að sveitarstjóra verði falið að kanna fjárhagsleg áhrif þess að innleiða 6 klst. gjaldfrjálsa leikskóladvöl, þar sem áfram yrðu greidd fæðisgjöld og dvalargjöld fyrir dvöl umfram sex tíma á dag tæki hækkunum til samræmis við nýgerða kjarasamninga.
Undirrituð leggur til að sveitarstjóra verði falið að kanna fjárhagsleg áhrif þess að veita afslátt, t.d. sama og systkinaafslátt (25%) frá gjaldskrá vegna náms á fleiri en eitt hljóðfæri í Tónlistarskóla Húsavíkur.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða báðar tillögurnar.
Undirrituð leggur til að sveitarstjóra verði falið að kanna fjárhagsleg áhrif þess að veita afslátt, t.d. sama og systkinaafslátt (25%) frá gjaldskrá vegna náms á fleiri en eitt hljóðfæri í Tónlistarskóla Húsavíkur.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða báðar tillögurnar.
Fjölskylduráð - 194. fundur - 10.09.2024
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um gjaldskár velferðarsviðs 2025.
Fjölskylduráð vísar gjaldskránni til áframhaldandi umræðu um fjárhagsáætlun.
Fjölskylduráð - 195. fundur - 17.09.2024
Fjölskylduráð fjallar um fjárhagsleg áhrif 6 tíma gjaldfrjálsrar leikskólavistunar.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 199. fundur - 22.10.2024
Til umfjöllunar eru gjaldskrár velferðasviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð vísar gjaldskrá velferðarsviðs til kynningar í byggðarráði.
Fjölskylduráð - 202. fundur - 19.11.2024
Fyrir fjölskylduráði liggja til staðfestingar gjaldskrár velferðarsviðs fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.