Fara í efni

Fjölskylduráð

202. fundur 19. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:45 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1 og 9.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir lið 1.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 2, 3 og 7.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 4-7.

1.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til áframhaldandi umfjöllunar drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Sveitarstjóra er falið að koma ábendingum fjölskylduráðs á framfæri við samningsaðila.
Ábendingar fjölskylduráðs snúa m.a. að mönnun starfsstöðvar á Húsavík og tryggja samfellu og áframhald í góðri og faglegri barnaverndarþjónustu á starfssvæðinu og samspili hennar við farsæld barna.

2.Tendrun jólatrésins á Húsavík 2024

Málsnúmer 202409066Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur dagskrá fyrir tendrun jólatrésins á Húsavík til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Tendrun jólatrésins á Kópaskeri og Raufarhöfn 2025

Málsnúmer 202410099Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur dagsetning og dagskrá fyrir tendrun jólatrésins á Kópaskeri og Raufarhöfn til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2025

Málsnúmer 202409062Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til umfjöllunar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð mun ljúka vinnu við fjárhagsáætlun á næsta fundi sínum.

5.Félagsstarf ungmenna á Raufarhöfn

Málsnúmer 202411013Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa með tillögu um tilhögun félagsstarfs ungmenna á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

6.Beiðni um endurgjaldslaus afnot af íþróttahöllinni á Húsavík vegna þorrablóts

Málsnúmer 202411030Vakta málsnúmer

Þorrablótsnefnd Húsavíkur óskar eftir afnotum á íþróttahöllinni á Húsavík til að halda þorrablót laugardaginn 18. janúar n.k. án endurgjalds.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni þorrablótsnefndar Húsavíkur um afnot af íþróttahöllinni á Húsavík án endurgjalds.

7.Gjaldskrár velferðarsviðs 2025

Málsnúmer 202406021Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja til staðfestingar gjaldskrár velferðarsviðs fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Betri leikskóli

Málsnúmer 202410009Vakta málsnúmer

Lagt er til að gjaldskrá leikskóla verði óbreytt frá 1. janúar 2025 en breytingar á skóladagatali og gjaldskrá til samræmis taki gildi 1. ágúst 2025. Innleiddir verði u.þ.b. 20 sérskráningardagar. Sérskráningardagar eru dagar eins og virkir dagar á milli jóla og nýárs, virkir dagar í dymbilviku fyrir páska, starfsdagar grunnskóla sem eru ekki starfsdagar leikskóla og mögulega svokallaðir klemmudagar sem eru t.d. föstudagar á eftir sumardeginum fyrsta og uppstigningardegi sem eru á fimmtudögum. Við gerð skóladagatals verði sérskráningardagar hvers skólaárs valdir og foreldrum boðið að skrá börn sín sérstaklega í vistun þessa daga gegn sérstöku sérskráningargjaldi.
Frá og með 1. ágúst verði í boði allt að sex tíma vistun á tímabilinu 8:00-14:00 með u.þ.b. 50% lækkun frá núgildandi gjaldskrá.
Tillaga samþykkt samhljóða. Sviðsstjóra er falið að hefja undirbúning innleiðingar og endurskoðun gjaldskrár samkvæmt tillögunni.

9.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 79, frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar). Umfjöllun um málið var frestað á síðasta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að senda inn umsögn fjölskylduráðs um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar).

Fundi slitið - kl. 10:45.