Fara í efni

Betri leikskóli

Málsnúmer 202410009

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 197. fundur - 08.10.2024

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar leiðir til þess að bæta starfs- og námsumhverfi í leikskólum Norðurþings.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna tillögurnar frekar með tilliti til kostnaðar og innleiðingar.

Fjölskylduráð - 202. fundur - 19.11.2024

Lagt er til að gjaldskrá leikskóla verði óbreytt frá 1. janúar 2025 en breytingar á skóladagatali og gjaldskrá til samræmis taki gildi 1. ágúst 2025. Innleiddir verði u.þ.b. 20 sérskráningardagar. Sérskráningardagar eru dagar eins og virkir dagar á milli jóla og nýárs, virkir dagar í dymbilviku fyrir páska, starfsdagar grunnskóla sem eru ekki starfsdagar leikskóla og mögulega svokallaðir klemmudagar sem eru t.d. föstudagar á eftir sumardeginum fyrsta og uppstigningardegi sem eru á fimmtudögum. Við gerð skóladagatals verði sérskráningardagar hvers skólaárs valdir og foreldrum boðið að skrá börn sín sérstaklega í vistun þessa daga gegn sérstöku sérskráningargjaldi.
Frá og með 1. ágúst verði í boði allt að sex tíma vistun á tímabilinu 8:00-14:00 með u.þ.b. 50% lækkun frá núgildandi gjaldskrá.
Tillaga samþykkt samhljóða. Sviðsstjóra er falið að hefja undirbúning innleiðingar og endurskoðun gjaldskrár samkvæmt tillögunni.