Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Rekstur HSÞ - ósk um nýjan samning
Málsnúmer 202409129Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni um endurnýjun á rekstrarsamning frá stjórn HSÞ. Á fund fjölskylduráðs mætir Gunnhildur Hinriksdóttir framkvæmdastjóri HSÞ og gerir grein fyrir beiðninni ásamt því að vera með kynningu á rekstri sambandsins.
Fjölskylduráð þakkar Gunnhildi fyrir komuna á fundinn. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera drög að nýjum samningi við HSÞ og leggja fyrir ráðið að nýju.
2.Fjárfestingar og viðhald Lundur
Málsnúmer 202404122Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur kostnaðarmat á framkvæmdum við endurnýjun sundlaugarkars, heitum potti og lagnakjallara með tilheyrandi búnaði í sundlauginni í Lundi.
Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. íþróttalaga nr. 64/1998 eiga öll börn að læra sund nema þau séu ófær til þess að mati læknis. Í 23. kafla aðalnámskrár grunnskóla, sem hefur ígildi reglugerðar, er fjallað um skólasund en þar segir m.a. að í skólasundi sé miðað við að nemendur fái a.m.k. einn sundtíma á stundaskrá skóla í hverri viku skólaársins eða að þar sem slíku skipulagi verður ekki komið við skuli kenna skólasund á árlegum námskeiðum og að lágmarki 20 kennslustundir fyrir hvern nemanda.
Ef skipuleggja þyrfti til lengri tíma sundkennslu nemenda í Öxarfjarðarskóla með þeim hætti að hún færi fram í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins hefði það í för með sér umtalsverðan kostnað við skólaakstur, u.þ.b. 2,5-4 mkr. á ári m.v. akstur í 20 daga á skólaárinu til Húsavíkur eða Raufarhafnar. Að viðbættri leigu á húsnæði fyrir nemendur og starsfólk skólans vegna kennslu annarra námsgreina samhliða sundkennslunni, þar sem skipta þarf nemendum skólans upp í hópa í sundkennslunni og sinna annarri kennslu samhliða því að sundkennslan fer fram.
Í ljósi framangreinds telur fjölskylduráð að lagalegar skyldur Norðurþings gagnvart nemendum í Lundi og sundkennslu verði best uppfylltar með endurnýjun sundlaugar í Lundi.
Ljóst er að ástand sundlaugarinnar er með þeim hætti að hún verður ekki opnuð aftur fyrir almenning í óbreyttu ástandi. Þegar sundkennslu þessa skólaárs er lokið mun sundkennsla nemenda í Öxarfjarðarskóla þurfa að fara fram annars staðar en í Lundi þar til ný laug hefur verið byggð.
Það er vilji fjölskylduráðs að ný sundlaug verði byggð upp í Lundi. Fjölskylduráð vísar endurnýjun sundlaugar í Lundi til vinnu við stefnumótun um íþrótta- og tómstundastarf.
Jafnframt vísar ráðið málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og gerðar fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar m.t.t. hönnunar, útboðs og endurbyggingar sundlaugar í Lundi.
Ef skipuleggja þyrfti til lengri tíma sundkennslu nemenda í Öxarfjarðarskóla með þeim hætti að hún færi fram í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins hefði það í för með sér umtalsverðan kostnað við skólaakstur, u.þ.b. 2,5-4 mkr. á ári m.v. akstur í 20 daga á skólaárinu til Húsavíkur eða Raufarhafnar. Að viðbættri leigu á húsnæði fyrir nemendur og starsfólk skólans vegna kennslu annarra námsgreina samhliða sundkennslunni, þar sem skipta þarf nemendum skólans upp í hópa í sundkennslunni og sinna annarri kennslu samhliða því að sundkennslan fer fram.
Í ljósi framangreinds telur fjölskylduráð að lagalegar skyldur Norðurþings gagnvart nemendum í Lundi og sundkennslu verði best uppfylltar með endurnýjun sundlaugar í Lundi.
Ljóst er að ástand sundlaugarinnar er með þeim hætti að hún verður ekki opnuð aftur fyrir almenning í óbreyttu ástandi. Þegar sundkennslu þessa skólaárs er lokið mun sundkennsla nemenda í Öxarfjarðarskóla þurfa að fara fram annars staðar en í Lundi þar til ný laug hefur verið byggð.
Það er vilji fjölskylduráðs að ný sundlaug verði byggð upp í Lundi. Fjölskylduráð vísar endurnýjun sundlaugar í Lundi til vinnu við stefnumótun um íþrótta- og tómstundastarf.
Jafnframt vísar ráðið málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og gerðar fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar m.t.t. hönnunar, útboðs og endurbyggingar sundlaugar í Lundi.
3.Stefna Norðurþings í íþrótta- og tómstundamálum og uppbygging íþrótta- og tómstundamannvirkja
Málsnúmer 202402049Vakta málsnúmer
Í verkefnistillögu frá KPMG var gert ráð fyrir að vinna verkefnið með þriggja til fimm manna verkefnishópi frá sveitarfélaginu sem KPMG ráðfærir sig við í ferlinu og speglar hugmyndir eða tillögur við.
Fyrir fjölskylduráði liggur að tilnefna í hópinn.
Fyrir fjölskylduráði liggur að tilnefna í hópinn.
Fjölskylduráð tilnefnir Hafrúnu Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúa, Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóra Völsungs og Birnu Björnsdóttur frá Norðurþingi i verkefnahóp.
4.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028
Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer
Á 477. fundi byggðarráðs frá 3.10.2024 var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2025 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2025 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði. Markmið byggðarráðs er að stuðla að aukinni sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins og stuðla að góðri hagstjórn og ábyrgri fjármálastjórn.
Fjölskylduráð mun halda áfram vinnu við fjárhagsáætlun á næstu fundum og felur sviðsstjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa, fjömenningarfulltrúa og félagsmálastjóra að hefja undirbúning sinna málaflokka.
5.Útilistaverk á Húsavík
Málsnúmer 202409102Vakta málsnúmer
Listakonan Ingunn St. Svavarsdóttir vill gefa sveitarfélaginu Norðurþingi hugverk sitt, Tár, til uppsetningar á Húsavík. Fjölskylduráð þarf að athuga hvort það vilji þiggja þessa gjöf á þessu útilistaverki og taka þannig að sér framkvæmdina.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að þiggja verkið vegna óvissu um kostnað vegna uppsetningar og reksturs listaverksins til lengri tíma.
6.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi 2022-2026
Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur 5. fundargerð Notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþing til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.Innleiðing á endurskoðuðu örorkulífeyriskerfi
Málsnúmer 202410004Vakta málsnúmer
Vísað er til viljayfirlýsingar um samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar sem undirrituð var þann 15. febrúar sl. Í samræmi við efni yfirlýsingarinnar liggja nú fyrir drög sem eru nú send til yfirferðar hjá félagsþjónustu sveitarfélaga.
Fyrir fjölskylduráði liggur að yfirfara drögin og skila inn athugasemdum ef einhverjar eru fyrir 15. október sem og að veita félagsmálastjóra umboð til undirritunar sem áætlað að fari fram í lok október.
Fyrir fjölskylduráði liggur að yfirfara drögin og skila inn athugasemdum ef einhverjar eru fyrir 15. október sem og að veita félagsmálastjóra umboð til undirritunar sem áætlað að fari fram í lok október.
Fjölskylduráð gerir hvorki athugasemdir við drög að samningi né drög að starfsreglum og felur félagsmálastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Norðurþings.
8.Betri leikskóli
Málsnúmer 202410009Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar leiðir til þess að bæta starfs- og námsumhverfi í leikskólum Norðurþings.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna tillögurnar frekar með tilliti til kostnaðar og innleiðingar.
9.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024
Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer
Til kynningar er frumvarp til laga um námsgögn.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 5-6.
Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 7-8.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-4.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir lið 2.
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir lið 4.
Gunnhildur Hinriksdóttir framkvæmdastjóri HSÞ sat fundinn undir lið 1.