Fara í efni

Innleiðing á endurskoðuðu örorkulífeyriskerfi

Málsnúmer 202410004

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 197. fundur - 08.10.2024

Vísað er til viljayfirlýsingar um samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar sem undirrituð var þann 15. febrúar sl. Í samræmi við efni yfirlýsingarinnar liggja nú fyrir drög sem eru nú send til yfirferðar hjá félagsþjónustu sveitarfélaga.

Fyrir fjölskylduráði liggur að yfirfara drögin og skila inn athugasemdum ef einhverjar eru fyrir 15. október sem og að veita félagsmálastjóra umboð til undirritunar sem áætlað að fari fram í lok október.
Fjölskylduráð gerir hvorki athugasemdir við drög að samningi né drög að starfsreglum og felur félagsmálastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Norðurþings.