Fjárfestingar og viðhald Lundur
Málsnúmer 202404122
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 185. fundur - 07.05.2024
Til umræðu er ástand íþróttamannvirkja í Lundi.
Þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármunum á árinu í endurnýjun sundlaugarinnar í Lundi og vegna ástands sundlaugarinnar sér fjölskylduráð sér ekki fært að hafa laugina opna í sumar. Ráðið óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að skoðaðir verði möguleikar fyrir framtíðar staðsetningu sundlaugar á svæðinu og þeir kynntir fyrir fjölskylduráði í aðdraganda næstu fjárhagsáætlunargerðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 189. fundur - 14.05.2024
Á 175. fundi fjölskylduráðs 7.05.2024 var eftirfarandi bókað: Þar sem ekki var gert ráð fyrir fjármunum á árinu í endurnýjun sundlaugarinnar í Lundi og vegna ástands sundlaugarinnar sér fjölskylduráð sér ekki fært að hafa laugina opna í sumar. Ráðið óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að skoðaðir verði möguleikar fyrir framtíðar staðsetningu sundlaugar á svæðinu og þeir kynntir fyrir fjölskylduráði í aðdraganda næstu fjárhagsáætlunargerðar.
Sökum ástands sundlaugarinnar í Lundi og búnaðar henni tengdri telur Skipulags- og framkvæmdaráð ekki forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald en vísar mögulegri enduruppbyggingu og/eða framtíðar stefnumótun um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja til umfjöllunar í Byggðaráði.
Byggðarráð Norðurþings - 465. fundur - 23.05.2024
Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 189. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs frá 14. maí sl.
Sökum ástands sundlaugarinnar í Lundi og búnaðar henni tengdri telur Skipulags- og framkvæmdaráð ekki forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald en vísar mögulegri enduruppbyggingu og/eða framtíðar stefnumótun um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja til umfjöllunar í Byggðaráði.
Sökum ástands sundlaugarinnar í Lundi og búnaðar henni tengdri telur Skipulags- og framkvæmdaráð ekki forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald en vísar mögulegri enduruppbyggingu og/eða framtíðar stefnumótun um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja til umfjöllunar í Byggðaráði.
Byggðarráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald að svo stöddu. Ráðið felur sveitarstjóra að fá uppfærða kostnaðaráætlun vegna byggingar á nýrri sundlaug í Lundi. Kostnaðaráætlun þarf að liggja fyrir þegar ákvörðun er tekin um framtíðaruppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.
Byggðarráð Norðurþings - 476. fundur - 26.09.2024
Fyrir byggðarráði liggur kostnaðarmat á framkvæmdum við endurnýjun sundlaugarkars, heitum potti og lagnakjallara með tilheyrandi búnaði í sundlauginni í Lundi.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
Fjölskylduráð - 197. fundur - 08.10.2024
Fyrir fjölskylduráði liggur kostnaðarmat á framkvæmdum við endurnýjun sundlaugarkars, heitum potti og lagnakjallara með tilheyrandi búnaði í sundlauginni í Lundi.
Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. íþróttalaga nr. 64/1998 eiga öll börn að læra sund nema þau séu ófær til þess að mati læknis. Í 23. kafla aðalnámskrár grunnskóla, sem hefur ígildi reglugerðar, er fjallað um skólasund en þar segir m.a. að í skólasundi sé miðað við að nemendur fái a.m.k. einn sundtíma á stundaskrá skóla í hverri viku skólaársins eða að þar sem slíku skipulagi verður ekki komið við skuli kenna skólasund á árlegum námskeiðum og að lágmarki 20 kennslustundir fyrir hvern nemanda.
Ef skipuleggja þyrfti til lengri tíma sundkennslu nemenda í Öxarfjarðarskóla með þeim hætti að hún færi fram í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins hefði það í för með sér umtalsverðan kostnað við skólaakstur, u.þ.b. 2,5-4 mkr. á ári m.v. akstur í 20 daga á skólaárinu til Húsavíkur eða Raufarhafnar. Að viðbættri leigu á húsnæði fyrir nemendur og starsfólk skólans vegna kennslu annarra námsgreina samhliða sundkennslunni, þar sem skipta þarf nemendum skólans upp í hópa í sundkennslunni og sinna annarri kennslu samhliða því að sundkennslan fer fram.
Í ljósi framangreinds telur fjölskylduráð að lagalegar skyldur Norðurþings gagnvart nemendum í Lundi og sundkennslu verði best uppfylltar með endurnýjun sundlaugar í Lundi.
Ljóst er að ástand sundlaugarinnar er með þeim hætti að hún verður ekki opnuð aftur fyrir almenning í óbreyttu ástandi. Þegar sundkennslu þessa skólaárs er lokið mun sundkennsla nemenda í Öxarfjarðarskóla þurfa að fara fram annars staðar en í Lundi þar til ný laug hefur verið byggð.
Það er vilji fjölskylduráðs að ný sundlaug verði byggð upp í Lundi. Fjölskylduráð vísar endurnýjun sundlaugar í Lundi til vinnu við stefnumótun um íþrótta- og tómstundastarf.
Jafnframt vísar ráðið málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og gerðar fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar m.t.t. hönnunar, útboðs og endurbyggingar sundlaugar í Lundi.
Ef skipuleggja þyrfti til lengri tíma sundkennslu nemenda í Öxarfjarðarskóla með þeim hætti að hún færi fram í öðrum sundlaugum sveitarfélagsins hefði það í för með sér umtalsverðan kostnað við skólaakstur, u.þ.b. 2,5-4 mkr. á ári m.v. akstur í 20 daga á skólaárinu til Húsavíkur eða Raufarhafnar. Að viðbættri leigu á húsnæði fyrir nemendur og starsfólk skólans vegna kennslu annarra námsgreina samhliða sundkennslunni, þar sem skipta þarf nemendum skólans upp í hópa í sundkennslunni og sinna annarri kennslu samhliða því að sundkennslan fer fram.
Í ljósi framangreinds telur fjölskylduráð að lagalegar skyldur Norðurþings gagnvart nemendum í Lundi og sundkennslu verði best uppfylltar með endurnýjun sundlaugar í Lundi.
Ljóst er að ástand sundlaugarinnar er með þeim hætti að hún verður ekki opnuð aftur fyrir almenning í óbreyttu ástandi. Þegar sundkennslu þessa skólaárs er lokið mun sundkennsla nemenda í Öxarfjarðarskóla þurfa að fara fram annars staðar en í Lundi þar til ný laug hefur verið byggð.
Það er vilji fjölskylduráðs að ný sundlaug verði byggð upp í Lundi. Fjölskylduráð vísar endurnýjun sundlaugar í Lundi til vinnu við stefnumótun um íþrótta- og tómstundastarf.
Jafnframt vísar ráðið málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og gerðar fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar m.t.t. hönnunar, útboðs og endurbyggingar sundlaugar í Lundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 200. fundur - 15.10.2024
Á 476. fundi byggðarráðs Norðurþings 26.09.2024, var eftirfarandi bókað.:
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
Helgi Örn Eyþórsson, starfstöðvarstjóri COWI á Akureyri kemur inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs og fer yfir kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar sundlaugarinnar í Lundi.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
Helgi Örn Eyþórsson, starfstöðvarstjóri COWI á Akureyri kemur inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs og fer yfir kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar sundlaugarinnar í Lundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Helga Erni fyrir yfirferðina á kostnaðaráætlun. Ráðið vísar endurnýjun sundlaugar í Lundi til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.