Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028
Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2025, einnig liggur fyrir ráðinu minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana vegna ársins 2025. Römmunum verður úthlutað á næsta fundi byggðarráðs þann 3. október nk.
2.Fjárfestingar og viðhald Lundur
Málsnúmer 202404122Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur kostnaðarmat á framkvæmdum við endurnýjun sundlaugarkars, heitum potti og lagnakjallara með tilheyrandi búnaði í sundlauginni í Lundi.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
3.Starf flugklasans Air 66N
Málsnúmer 202204077Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til upplýsinga staða mála hjá flugklasanum Air 66N.
Lagt fram til kynningar.
4.Boð um þátttöku í samráði: Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
Málsnúmer 202409073Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð um þátttöku í samráði: Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.
Lagt fram til kynningar.
5.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna tónleika í Hnitbjörgum, Raufarhöfn
Málsnúmer 202409089Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um tækifærisleyfi vegna tónleika í Hnitbjörgum á Raufarhöfn í tengslum við menningarviku á Raufarhöfn.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
6.Kjördæmavika
Málsnúmer 202402044Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur boð á fund með þingmönnum kjördæmisins í kjördæmaviku. Fundurinn verður haldinn á Laugum miðvikudaginn 2. október kl. 10-11.15.
Byggðarráð felur fjármálastjóra að uppfæra minnisblað með atriðum sem sveitarfélagið vill leggja áherslu á í samtalinu við þingmenn kjördæmisins.
7.Aðalfundur Samtaka Orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202409080Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í Vox Club á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 9. október kl. 13:00-14:00.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur til setu á fundinum og Bergþór Bjarnason til vara.
8.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202409109Vakta málsnúmer
Hér með er boðað til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, miðvikudaginn 9. október kl. 11:30.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur til setu á fundinum og Bergþór Bjarnason til vara.
9.Fundargerðir SSNE 2024
Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 65. fundar SSNE sem haldinn var 4. september sl.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 75. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 6. september sl.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Fjárhagsáætlun HNE 2025
Málsnúmer 202409106Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun HNE vegna ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir HNE 2024
Málsnúmer 202402050Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 237. fundar HNE frá 18. september sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:47.