Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

200. fundur 15. október 2024 kl. 13:00 - 15:50 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Bergþór Bjarnason
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 6-7.

Helgi Örn Eyþórsson, starfstöðvarstjóri COWI á Akureyri sat fundinn undir lið 1.

1.Fjárfestingar og viðhald Lundur

Málsnúmer 202404122Vakta málsnúmer

Á 476. fundi byggðarráðs Norðurþings 26.09.2024, var eftirfarandi bókað.:
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.

Helgi Örn Eyþórsson, starfstöðvarstjóri COWI á Akureyri kemur inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs og fer yfir kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar sundlaugarinnar í Lundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Helga Erni fyrir yfirferðina á kostnaðaráætlun. Ráðið vísar endurnýjun sundlaugar í Lundi til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

2.Ósk um samþykki fyrir stofnun tveggja íbúðarhúsalóða úr landi Þverár í Reykjahverfi

Málsnúmer 202410034Vakta málsnúmer

Tryggvi Óskarsson óskar samþykkis Norðurþings fyrir stofnun sjálfstæðra lóða umhverfis tvo íbúðarhús á jörðinni Þverá í Reykjahverfi. Fyrir liggja hnitsettar lóðarmyndir frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda. Umhverfis eldra íbúðarhúsið (F2165271, mhl. 03) yrði stofnuð 3.377 m² lóð undir heitinu Þverá 2 og undir nýrra íbúðarhúsið (F2165271, mhl. 10) yrði stofnuð lóðin Þverá 3 sem skv. lóðablaði yrði 5.362 m²
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna tveggja verði samþykkt. Ráðið samþykkir jafnframt nöfn lóðanna.

3.Alvarr ehf. óskar stöðuleyfis fyrir 200 m² dúkskemmu á lóðinni Röndin fiskeldi

Málsnúmer 202410036Vakta málsnúmer

Alvarr ehf. óskar stöðuleyfis til eins árs fyrir 200 m² bogaskemmu inni á lóðinni Röndin fiskeldi (L230573). Skemman verði klædd dúk. Fyrir liggja rissmyndir af útliti og afstöðu. Fyrir liggur einnig jákvæð afstaða slökkviliðsstjóra og samþykki lóðarhafa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykktir stöðuleyfi fyrir dúkskemmunni til loka október 2025.

4.E-Valor ehf. sækir um lóðina að Dvergabakka 5 (B-5) með möguleika á stækkun inn á lóð E-1 á Iðnaðarsvæði Bakka

Málsnúmer 202410019Vakta málsnúmer

E-Valor ehf. óskar eftir úthlutun byggingarlóðarinnar Dvergabakka 5 (B-5 á skipulagsuppdrætti). Meðfylgjandi umsókn eru upplýsingar um uppbyggingaráform félagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að E-Valor ehf. verði úthlutað lóðinni að Dvergabakka 5.

5.Rarik óskar eftir leyfi til að setja upp kælibúnað og lengja púst á varaaflsvél Rarik á Raufarhöfn

Málsnúmer 202410043Vakta málsnúmer

RARIK óskar eftir leyfi til að setja kælibúnað og lengja púst á varaaflsvél RARIK að Aðalbraut 15 á Raufarhöfn. Fyrirhugað er að stækka varaaflsvél í húsinu og þarf því að koma fyrir kælibúnaði utanhúss og framlengja púst/reykháf upp fyrir þak hússins. Meðfylgjandi erindi eru myndir af fyrirhuguðum kælibúnaði og afstöðu hans til húss. Einnig liggur fyrir rissmynd af hækkun reykháfs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu kælibúnaðar og lengingu reykháfs til samræmis við framlögð gögn.

6.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja fjárhagsáætlanir skipulags- og umhverfissviðs skv. framlögðum fjárhagsrömmum byggðarráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar henni til umfjöllunar í byggðarráði.

7.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028

Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja uppfærð drög að framkvæmdaáætlun 2025 - 2028.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun 2025-2028 og vísar henni til umfjöllunar í byggðarráði.

Fundi slitið - kl. 15:50.