Fara í efni

Ósk um samþykki fyrir stofnun tveggja íbúðarhúsalóða úr landi Þverár í Reykjahverfi

Málsnúmer 202410034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 200. fundur - 15.10.2024

Tryggvi Óskarsson óskar samþykkis Norðurþings fyrir stofnun sjálfstæðra lóða umhverfis tvo íbúðarhús á jörðinni Þverá í Reykjahverfi. Fyrir liggja hnitsettar lóðarmyndir frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda. Umhverfis eldra íbúðarhúsið (F2165271, mhl. 03) yrði stofnuð 3.377 m² lóð undir heitinu Þverá 2 og undir nýrra íbúðarhúsið (F2165271, mhl. 10) yrði stofnuð lóðin Þverá 3 sem skv. lóðablaði yrði 5.362 m²
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna tveggja verði samþykkt. Ráðið samþykkir jafnframt nöfn lóðanna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 148. fundur - 31.10.2024

Á 200. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna tveggja verði samþykkt. Ráðið samþykkir jafnframt nöfn lóðanna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.