Rarik óskar eftir leyfi til að setja upp kælibúnað og lengja púst á varaaflsvél Rarik á Raufarhöfn
Málsnúmer 202410043
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 200. fundur - 15.10.2024
RARIK óskar eftir leyfi til að setja kælibúnað og lengja púst á varaaflsvél RARIK að Aðalbraut 15 á Raufarhöfn. Fyrirhugað er að stækka varaaflsvél í húsinu og þarf því að koma fyrir kælibúnaði utanhúss og framlengja púst/reykháf upp fyrir þak hússins. Meðfylgjandi erindi eru myndir af fyrirhuguðum kælibúnaði og afstöðu hans til húss. Einnig liggur fyrir rissmynd af hækkun reykháfs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu kælibúnaðar og lengingu reykháfs til samræmis við framlögð gögn.